Framkvæmdaráð boðar til auka aðalfundar í þeim tilgangi að kjósa inn í laus sæti í ráðið, í samræmi við gr. 7.12 í lögum Pírata.
Fjóra fulltrúa vantar til að framkvæmdaráð verði fullskipað.
Boðað er til fundarins laugardaginn 17. mars kl. 15, í Tortúga.
Dagskrá:
Kynning á frambjóðendum
Kosning í embætti
Niðurstöður kosninga
Óskað er eftir einstaklingum í framboð til ráðsins en opnað hefur verið fyrir framboð í kosningakerfinu https://x.piratar.is/polity/1/election/67/
Framboðsfrestur verður til 10. mars 2018 og þá er vika fyrir kynningar á frambjóðendum.
Nánari dagskrá og upplýsingar auglýst síðar.