Opnunarræða Evu Pandoru Baldursdóttur á Aðalfundi Pírata

„Við erum frjálslyndur lýðræðisumbótaflokkur“

Eva Pandora Baldursdóttir opnaði Aðalfund Pírata í gær með opnunarræðu sinni. Þar talaði hún meðal annars um fyrstu skref sín í stjórnmálum, þar sem hún kom inn sem nýliði í Píratastarfið og nokkrum mánuðum síðar var hún kosin inn á þing fyrir Pírata.

Í ræðu sinni ræddi hún líka þá fordóma sem Píratar verða fyrir, flokkurinn er sagður stefnulaus og líkt við skip sem rekur án afláts en þetta gæti ekki verið fjarri sannleikanum í hennar huga þar sem hún segir að Píratar séu frjálslyndur lýðræðisumbótaflokkur sem stefnir að því að breyta stjórnsýslu landsins þannig að hún þjóni þegnum þessa lands.

Þá minntist hún á þann gríðarlega árangur sem þingflokkur og sveitarstjórnarfólk Pírata hefur náð á síðustu árum og nefndi þar sem dæmi afnám bleika skattsins á tíðarvörur, endurskoðun lögræðislaga og tillögur um styttingu vinnuvikunnar. Þá nefndi hún líka að starfið í Píratahreyfingunni mætti efla og betrumbæta með því að styrkja betur grasrótina í hreyfingunni.

Lauk hún svo ræðunni á þeim orðum að Píratar séu „frábær og fjölbreytt hreyfing sem býr yfir mögnuðum mannauð og krafti sem þarf til þess að koma á raunverulegum lýðræðisumbótum í landinu.“

Ræðan í heild:

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....