Píratar XP

Opnunarræða Evu Pandoru Baldursdóttur á Aðalfundi Pírata

„Við erum frjálslyndur lýðræðisumbótaflokkur“

Eva Pandora Baldursdóttir opnaði Aðalfund Pírata í gær með opnunarræðu sinni. Þar talaði hún meðal annars um fyrstu skref sín í stjórnmálum, þar sem hún kom inn sem nýliði í Píratastarfið og nokkrum mánuðum síðar var hún kosin inn á þing fyrir Pírata.

Í ræðu sinni ræddi hún líka þá fordóma sem Píratar verða fyrir, flokkurinn er sagður stefnulaus og líkt við skip sem rekur án afláts en þetta gæti ekki verið fjarri sannleikanum í hennar huga þar sem hún segir að Píratar séu frjálslyndur lýðræðisumbótaflokkur sem stefnir að því að breyta stjórnsýslu landsins þannig að hún þjóni þegnum þessa lands.

Þá minntist hún á þann gríðarlega árangur sem þingflokkur og sveitarstjórnarfólk Pírata hefur náð á síðustu árum og nefndi þar sem dæmi afnám bleika skattsins á tíðarvörur, endurskoðun lögræðislaga og tillögur um styttingu vinnuvikunnar. Þá nefndi hún líka að starfið í Píratahreyfingunni mætti efla og betrumbæta með því að styrkja betur grasrótina í hreyfingunni.

Lauk hún svo ræðunni á þeim orðum að Píratar séu „frábær og fjölbreytt hreyfing sem býr yfir mögnuðum mannauð og krafti sem þarf til þess að koma á raunverulegum lýðræðisumbótum í landinu.“

Ræðan í heild:

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X