Opnun kosningamiðstöðvar í Reykjavík

kosningamidstod-rvk

Á frídegi verkamanna munu Píratar í Reykjavík opna kosningamiðstöð sína við Snorrabraut 27 (áður Kaffi Flóki).

 

Að sönnum Píratasið verður gestrisnin í fyrirrúmi og verður því boðið upp a nýbakaðar vöflur með öllu tilheyrandi, ilmandi kaffi og meira að segja heitt súkkulaði.

Afþreying verður á staðnum fyrir börnin.

 

Komið og hittið frambjóðendur, spyrjið þá spjörunum úr og þiggið veitingar í boði Pírata í Reykjavík.