Opinn fundur um neytendamál

Píratar standa fyrir opnum fundi um neytendamál í aðdraganda landsþings Neytendasamtakanna (NS). Fjöldi fólks hefur gefið kost á sér til stjórnarsetu í samtökunum (39 manns) og sem næsti formaður (6 manns). Öllu þessu fólki er boðið á fundinn og er markmiðið að fræðast um áherslumál frambjóðenda í neytendamálum.

Fundarstaður: Félagshúsnæði Pírata, Síðumúla 23 (gengið inn Selmúlamegin) í Reykjavík.
Fundartími: Klukkan 20:00-22:00

Ávarp: Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði og varaformaður NS.
Pallborð: Frambjóðendur til formanns NS 

Fundarstjórn: Helgi Hrafn Gunnarsson

Landsþing Neytendasamtakanna verður 27. október n.k. og þar verður kosin ný forysta sem þarf að leiða endurreisn samtakanna í framhaldinu.

Á fundinum hjá Pírötum gefst tækifæri til að ræða hin mikilvægu neytendamál og kynnast þeim sem bjóða sig fram til að leiða Neytendasamtökin næstu ár.

Sjá umjöllun um frambjóðendur á vef Neytendasamtakanna https://www.ns.is/is/content/margir-i-frambodi

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....