Opið hús Pírata alla föstudaga í vetur!

Kaffi með kjörnum fulltrúum Pírata. Opið hús alla föstudaga.

Skrifstofa Pírata býður gestum og gangandi upp á kaffi og meðlæti alla föstudaga milli kl:15-17. Verið öll velkomin í Tortuga, höfuðstöðvar Pírata, í Síðumúla 23 (gengið inn Selmúla megin). Komið og spjallið við starfsfólk, þingmenn, sveitastjórnarfulltrúa og aðra Pírata.  Þetta er óformlegt kaffiboð fyrir almenning og Pírata.

Fulltrúar Pírata sem eru staðfest á morgun föstudaginn 24. janúar eru þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.

Föstudagserindið:

Valgerður Árnadóttir ritari framkvæmdaráðs Pírata og varaformaður Samtaka Grænkera flytur stutt erindi um veganisma og auknar áherslur á grænmetis- og plönturækt á Íslandi.

Janúar er veganúar alla föstudaga, verið öll velkomin í kaffi og veitingar.

Viðburður á Facebook: https://www.facebook.com/events/2471534516276270/

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....