Kaffi með kjörnum fulltrúum Pírata. Opið hús alla föstudaga.
Skrifstofa Pírata býður gestum og gangandi upp á kaffi og meðlæti alla föstudaga milli kl:15-17. Verið öll velkomin í Tortuga, höfuðstöðvar Pírata, í Síðumúla 23 (gengið inn Selmúla megin). Komið og spjallið við starfsfólk, þingmenn, sveitastjórnarfulltrúa og aðra Pírata. Þetta er óformlegt kaffiboð fyrir almenning og Pírata.
Fulltrúar Pírata sem eru staðfest á morgun föstudaginn 24. janúar eru þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Föstudagserindið:
Valgerður Árnadóttir ritari framkvæmdaráðs Pírata og varaformaður Samtaka Grænkera flytur stutt erindi um veganisma og auknar áherslur á grænmetis- og plönturækt á Íslandi.
Janúar er veganúar alla föstudaga, verið öll velkomin í kaffi og veitingar.

Viðburður á Facebook: https://www.facebook.com/events/2471534516276270/