Opið fyrir framboð í prófkjörum Pírata um allt land

Pírötum er ánægja að tilkynna að opnað hefur verið fyrir skráningar frambjóðenda í prófkjörum um allt land. Við erum framsækin lýðræðishreyfing og félagsmenn okkar fá alltaf að ákveða hverjir standa í stafninum.

Við leitum að hugrökku baráttufólki sem getur tekið þátt í að leiða Ísland inn í framtíðina. Allir geta boðið sig fram, að því gefnu að fólk hafi skráð sig í Pírata, en atkvæðisrétt í prófkjörunum hafa félagar sem eru búnir að vera skráðir í 30 daga.

Framboðsfrestur  í öllum kjördæmum rennur út laugardaginn 23. septemer klukkan 15.00. Kosning  í kosningakerfi Pírata á x.piratar.is hefst sama dag og stendur í eina viku.

Reykjavíkurkjördæmin verða með sameiginlegt framboð. Í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi verður opið prófkjör þar sem allir skráðir Píratar á landsvísu geta kosið.

Í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi verður lokað prófkjör þar sem aðeins þeir skráðu Píratar sem hafa atkvæðisrétt í hvoru kjördæmi fyrir sig hafa atkvæðisrétt.

Með því að smella á meðfylgjandi tengil kemst þú á yfirsíðu prófkjöra Pírata vegna alþingiskosninganna 2017 og er þar hægt að velja kjördæmi til að fá nánari upplýsingar um prófkjörsreglur í hverju kjördæmi fyrir sig.

https://piratar.is/adildarfelogin/kjordaemisrad/profkjor-pirata-2017/