Píratar XP

Opið bókhald hjá Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg hefur nú gefið út ársreikning fyrir árið 2016.

A-hluti bókhaldsins er birtur á gagnvirku vefsvæði, Opin fjármál Reykjavíkurborgar, og jafnframt gefinn út sem opin gögn. Þannig getur hver sem er skoðað hrágögn bókhaldsins og smíðað hugbúnaðarlausnir til að vinna úr þeim.

Reykjavíkurborg er fyrsti opinberi aðilinn á Íslandi til að gefa út bókhald sitt á opnu formi. Þetta er í fullu samræmi við stefnu Pírata í Reykjavík um að opna bókhald borgarinnar algjörlega, en í því felst útgáfa hrágagnanna á opnu tölvulesanlegu sniði.

Í gildandi upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar sem samin var í stjórnkerfis- og lýðræðisráði undir formennsku borgarfulltrúa Pírata er síðan kveðið á um að upplýsingar séu aðgengilegar á opnum gagnasniðum á tölvutæku formi eftir því sem við verður komið. Því má búast við að enn fleiri stórir gagnapakkar um rekstur borgarinnar bætist við á opingogn.is – bókhaldið er skref á þeirri leið.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X