Opið bókhald hjá Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg hefur nú gefið út ársreikning fyrir árið 2016.

A-hluti bókhaldsins er birtur á gagnvirku vefsvæði, Opin fjármál Reykjavíkurborgar, og jafnframt gefinn út sem opin gögn. Þannig getur hver sem er skoðað hrágögn bókhaldsins og smíðað hugbúnaðarlausnir til að vinna úr þeim.

Reykjavíkurborg er fyrsti opinberi aðilinn á Íslandi til að gefa út bókhald sitt á opnu formi. Þetta er í fullu samræmi við stefnu Pírata í Reykjavík um að opna bókhald borgarinnar algjörlega, en í því felst útgáfa hrágagnanna á opnu tölvulesanlegu sniði.

Í gildandi upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar sem samin var í stjórnkerfis- og lýðræðisráði undir formennsku borgarfulltrúa Pírata er síðan kveðið á um að upplýsingar séu aðgengilegar á opnum gagnasniðum á tölvutæku formi eftir því sem við verður komið. Því má búast við að enn fleiri stórir gagnapakkar um rekstur borgarinnar bætist við á opingogn.is – bókhaldið er skref á þeirri leið.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....