Oddvitaáskorun | Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Ég vil sjá Kópavog með mannvænt og lifandi skipulag sem tekur mið af algildri hönnun og aðgengi fyrir öll, þar sem vistvænir ferðamátar og gróður eru í forgrunni og húsnæði á viðráðanlegu verði. Tryggjum jafnrétti milli núverandi og komandi kynslóða.

Ég vil að öll ákvarðanataka í stjórnsýslu Kópavogs gangi út frá því að standa vörð um lýðræðið og samráð og tryggi jafnrétti milli núverandi og komandi kynslóða. Ég vil tryggja gæði byggðar, græn svæði og heilnæmt umhverfi: Mannvænt og lifandi skipulag sem tekur mið af algildri hönnun og aðgengi fyrir öll, þar sem vistvænir ferðamátar og gróður eru í forgrunni og húsnæði á viðráðanlegu verði. Ég vil að Kópavogur sé fjölmenningarlegt, dýravænt samfélag og barnvænasti bær landsins með jöfnu aðgengi og jafnrétti í öllu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi.

Í öllum mínum störfum legg ég áherslu á aukið íbúasamráð, gegnsæi, huga að áhrifum á loftslagið í allri ákvarðanatöku og stend vörð um mannréttindi og persónuvernd.

Við höfum meðal annars staðið fyrir birtingu fylgigagna með fundargerðum bæjarins, innleiðingu reglna um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa og aðgengi að ókyngreindum búningsklefum í sundlaugunum.

Kjóstu heiðarlegri stjórnmál með því að setja X við P. 

Nýjustu myndböndin