Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir var kjörin formaður Pírata í Reykjavík á fundi félagsins á mánudag. Hún tekur við embættinu af Rúnari Birni Herrera sem var kjörinn í framkvæmdaráð Pírata á aukaaðalfundi flokksins á dögunum og sagði sig því frá stjórnarsetu í PíR.
Auk Rúnars var Magnús Kr. Guðmundsson, sem var varamaður í stjórn Pírata í Reykjavík, kjörinn í framkvæmdaráð og sagði sig frá stjórnarsetu í PíR.
Eftir breytingar er stjórn Pírata í Reykjavík svo skipuð: Þorgerður Ösp Arnórsdóttir, Gígja Skúladóttir, Tinna Helgadóttir, Helga Völundardóttir, Guðjón Sigurbjartsson.
Varamenn eru: Jökull Veigarsson, Árni Steingrímur Sigurðsson og Kristján Gísli Stefánsson.
Um Þorgerði:
Þorgerður hefur setið sem ritari félagsins síðan í janúar 2018. Hún er arkitekt að mennt og starfar sem verkefnastjóri við eignastýringu og skipulag fasteigna á sveitastjórnarstigi á vegum verkfræðistofunnar AECOM.
Helstu baráttumál Þorgerðar eru bætt kjör stúdenta, beinna lýðræði og dýravelferð en hún hefur lengi barist fyrir bættri dýravelferð á Íslandi og þá helst í tengslum við starfsemi einangrunarstöðva gæludýra.
Þorgerður er búsett í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni sínum, Gretti Ólafssyni leikjahönnuði, og tveimur hundum þeim Ruby og Zeldu.