Nýr formaður Pírata í Reykjavík

Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir var kjörin formaður Pírata í Reykjavík á fundi félagsins á mánudag. Hún tekur við embættinu af Rúnari Birni Herrera sem var kjörinn í framkvæmdaráð Pírata á aukaaðalfundi flokksins á dögunum og sagði sig því frá stjórnarsetu í PíR.

Auk Rúnars var Magnús Kr. Guðmundsson, sem var varamaður í stjórn Pírata í Reykjavík, kjörinn í framkvæmdaráð og sagði sig frá stjórnarsetu í PíR.

Eftir breytingar er stjórn Pírata í Reykjavík svo skipuð: Þorgerður Ösp Arnórsdóttir, Gígja Skúladóttir, Tinna Helgadóttir, Helga Völundardóttir, Guðjón Sigurbjartsson.

Varamenn eru: Jökull Veigarsson, Árni Steingrímur Sigurðsson og Kristján Gísli Stefánsson.

Um Þorgerði:

Þorgerður hefur setið sem ritari félagsins síðan í janúar 2018. Hún er arkitekt að mennt og starfar sem verkefnastjóri við eignastýringu og skipulag fasteigna á sveitastjórnarstigi á vegum verkfræðistofunnar AECOM.

Helstu baráttumál Þorgerðar eru bætt kjör stúdenta, beinna lýðræði og dýravelferð en hún hefur lengi barist fyrir bættri dýravelferð á Íslandi og þá helst í tengslum við starfsemi einangrunarstöðva gæludýra.

Þorgerður er búsett í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni sínum, Gretti Ólafssyni leikjahönnuði, og tveimur hundum þeim Ruby og Zeldu.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....