Á laugardaginn 22. september var aðalfundur Ungra Pírata haldin í Hinu Húsinu. Þar var skýrsla stjórnar kynnt og lagabreytingar samþykktar. Auk þess sem Jón Þór, þingmaður Pírata, kynnti þingstarfið og svaraði spurningum. Að þessu sinni var ekki hægt að kynna reikninga og tillaga þess efnis var samþykkt að leggja fram reikninga félagsins á auka-aðalfundi í október eða nóvember.

Síðan var gengið til kosninga í stjórn. Í kosningum voru eftirtaldir aðilar kosnir í stjórn Ungra Pírata sem aðalmenn Vignir Árnason, Valborg Sturludóttir, Sigmundur Þórir Jónsson, Gamithra Marga, Hjalti Björn Hrafnkelsson. Varamenn eru Sophia Kistenmacher og Einar Hrafn Árnason. Vignir Árnason var síðan kosin formaður Ungra Pírata.
Síðan var eftirfarandi viljayfirlýsing nýkjörinnar stjórnar Ungra Pírata samþykkt: „Við í stjórn Ungra Pírata hvetjum stjórnvöld til að lækka kosningaaldur í sveitastjórnarkosningum niður í 16 ár. Við skorum á stjórnvöld að búa þannig um að auðveldara sé fyrir ungt fólk á að kaupa sína fyrstu eign eða leigja. Við hvetjum jafnframt ungt fólk til að láta til sín taka í samfélaginu og minnum á að allir stjórnarfundir Ungra Pírata eru opnir almenningi.“ Gert er ráð fyrir að vinna meira með þessi málefni á komandi vetri.
Myndir: Ólafur Hrafn Halldórsson.
Frá vinstri til hægri: Einar Hrafn Árnason, Valborg Sturludóttir, Vignir Árnason, Sigmundur Þórir Jónsson, Sophia Kistenmacher og Hjalti Björn Hrafnkelsson. Á myndina vantar Gamithru Marga.