Ný stjórn Pírata í SV sendir ríkisstjórninni loftslagspillu

Nýkjörin stjórn Pírata í Suðvesturkjördæmi lætur strax til sín taka.

Piratar í Suðvesturkjördæmi (SV) lýsa furðu á seinagangi stjórnvalda þegar kemur að því að viðurkenna hina grafalvarlegu stöðu sem uppi er vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Píratar í SV sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis að loknum aðalfundi félagsins sem fram fór í upphafi vikunnar, en yfirlýsinguna má sjá hér neðst í fréttinni.

Á fundinum lögðu Píratar línurnar fyrir kosningarnar í haust þar sem þeir ætla sér stóra hluti. Flokkurinn teflir fram sterkum lista í kjördæminu sem þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Gísli Rafn Ólafsson leiða.

Meðfram hefðbundnum aðalfundarstörfum var jafnframt kjörin ný stjórn Pírata í SV. Hana skipa í dag Lárus Vilhjálmsson, Albert Svan og Indriði Ingi Stefánsson.

Húsið brennur“
Píratar hafa löngum verið með eina öflugustu loftslagsstefnuna af öllum flokkum á Alþingi, enda átta Píratar sig á mikilvægi þess að núverandi þróun í málaflokknum verði snúið við. Píratar í SV samþykktu því eftirfarandi yfirlýsingu á aðalfundi sínum, þar sem kallað er eftir því að ríkisstjórnin taki í taumana:

Píratar í Suðvesturkjördæmi lýsa furðu vegna seinagangs stjórnvalda þegar kemur að því að viðurkenna hina grafalvarlegu stöðu sem uppi er vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Löngu tímabært er orðið að að lýsa yfir neyðarástandi af þessum sökum og nauðsynlegt er að aðgerðir í loftslagsmálum séu afdráttarlausar. Orkuskipti í samgöngum, flutningum og skipaflota skulu settar í forgang, með það að markmiði að notkun jarðefnaeldsneytis heyri sögunni til að 10 árum liðnum.

Stóriðja, Flugsamgöngur og byggingariðnaður eru stórtækustu losendur gróðurhúsalofttegunda og því eðlileg krafa að þessir aðilar greiði kolefnisgjöld í samræmi við þá losun. Við alla uppbyggingu innviða skal að taka mið af líklegum afleiðingum loftlagsbreytinga, s.s. hækkun sjávarborðs og öfgum í veðri. Efla þarf rannsóknir og vöktun á mögulegum hættusvæðum um land allt með fyrirbyggjandi aðgerðir í huga, svo sem flóðavarnir á strandsvæðum og varnarvirki eða tilflutning byggðar vegna snjó- og aurflóða.

Af framansögðu er ljóst að flestar ákvarðanir stjórnvalda er varða innlenda málaflokka, sem og samstarf á alþjóðlegum vettvangi, hvaða nafni sem það nefnist, verður því að taka mið af ríkjandi neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Húsið brennur.

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so...

6 ára Pírati… á aðalfundi Pírata.

Ég átti satt best að segja ekki von á því að vera vasast í...