Ný stjórn Pírata í Reykjavík var kosin í rafræna kosningakerfi Pírata síðasta laugardag. Halla Kolbeinsdóttir hlaut flest atkvæði og er því nýr formaður Pírata í Reykjavík. Niðurstöður kosninga voru:
- Halla Kolbeinsdóttir
- Kristín Reynisdóttir
- Atli Rafn Viðarsson
- Stefán Örvar Sigmundsson
- Carlos Touris Reboiras
Tölfræði um kosningarnar má finna hér.
Halla Kolbeinsdóttir hefur verið virk í grasrót Pírata í nokkurn tíma og lýsir sjálfri sér sem „femínista í húð og hár“ og Pírötum sem „Fyrsta stjórnmálaaflið sem meikar sens í heimi“. Halla er vefhönnuður og verkefnastjóri.
Við óskum Pírötum í Reykjavík og Höllu til hamingju með kosningarnar!