Ný stjórn Pírata í Reykjavík

Kynning á nýrri stjórn Pírata í Reykjavík

Nýr formaður er spenntur fyrir komandi verkefnum!

Ný stjórn Pírata í Reykjavík var kjörin á síðastliðnum aðalfundi félagsins. Stjórnin er samansett af reynsluboltum sem og ferskum röddum og er Atli Stefán Yngvason nýr formaður stjórnar. Atli er að eigin sögn spenntur fyrir komandi verkefnum og bjartsýnn á að stjórnin muni koma góðum hlutum til framkvæmdar.

Stjórnin hefur sett sér gildi til að vinna eftir

  • Lýðræði Faglegir og lýðræðislegir ferlar verða forgangsatriði.
  • Samvinna Jafnt innan stjórnar, með öðrum aðildarfélögum, sjálfboðaliðum, borgarfulltrúum og sérfræðingum er samvinna lykilatriði.
  • Samfélag Píratar eru félagslyndur félagsskapur, við tryggjum aðgengi að starfinu og höldum vel utan um hvort annað í okkar innra samfélagi sem og í ytra samfélagi.
  • Frelsi Frelsi er okkar helsta grunnstoð og Píratar axla þá ábyrgð sem fylgir frelsi.
  • Heiðarleiki Gagnsæi og gagnrýni eiga það sameiginlegt að þurfa heiðarleika. Við erum heiðarleg við hvort annað, gagnvart okkur sjálfum og gagnvart félagsfólki.

Ný Stjórn Pírata í Reykjavík

Yfir stendur vinna við framkvæmd prófkjörs Pírata sem mun að öllum líkindum fara fram snemma í febrúar 2022. Stjórnin vinnur sem stendur að reglum fyrir faglega framkvæmd en þær verða kynntar fyrir meðlimum á félagsfundi von bráðar.

Atli Stefán Yngvason

Atli er nýr í störfum Pírata en hefur mikla reynslu úr fjarskiptum, ferðaþjónustu og frumkvöðlastarfi. Atli er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann rekur ráðgjafastofuna Koala, kom að stofnun rútufélaganna Reykjavík Sightseeing og Airport Direct, vinnur nú að stofnun Vegangerðarinnar og er einn stjórnanda hlaðvarpsins Tæknivarpið. Atli verður formaður stjórnar og framundan er æsispennandi kosningaár í Reykjavík.

Hafa má samband við Atla í sambandi við störf Pírata í atli.stefan@piratar.is

Tinna Helgadóttir

Tinna er reynslubolti í störfum Pírata. Hún var meðlimur stjórnar PíR 2018-2020 þar sem hún sinnti fyrst stöðu gjaldkera og síðan ritara en Tinna er núverandi alþjóðafulltrúi Ungra Pírata. Tinna lætur sig mannréttindamál mikið varða og situr einnig í stjórn Ísland-Palestína auk þess að vera stofnmeðlimur Skjóls, félagasamtaka fyrir konur sem hafa verið beittar ofbeldi.

Tinnu dreymir um að Píratar verði í meirihluta í borginni eftir vorið 2022 og að Ísland mun einn daginn uppfylla orðspor sitt sem jafnréttisparadís. Netfang: tinna@piratar.is

Kristinn Jón Ólafsson

Kristinn hefur heillast af framsýnni hugsun og sterkri siðferðiskennd Pírata og því ákveðið að stíga um borð í skútuna. Hann aðhyllist t.a.m. aukna þátttöku almennings í ákvörðunartöku og sprotafyrirtækja í þróun borgarinnar. Kristinn starfaði sem verkefnastjóri Snjallborgarinnar/nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg frá 2016-2021, ásamt því að koma að mótun fyrstu nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar og Pírata. 

Fyrir utan það að sitja í stjórn PÍR, þá kemur hann einnig m.a. að stjórnarsetu í Hringrásarsetri Íslands sem Reykjavík Tool Library tilheyrir undir, en fyrrum stjórnarstörf voru t.a.m. innan Nordic Smart Cities Network frá 2017-2021 þar sem Reykjavíkurborg kom að ýmsum þróunar- og tilraunaverkefnum í samstarfi við 20 aðrar borgir á Norðurlöndunum.

Kristinn iðar af spenningi við það að takast á við komandi kosningarár og á sér þann draum að innan Reykjavíkurborgar muni vistkerfi samfélagslegrar nýsköpunar og lýðræðisvæðing borgarinnar blómstra í gegnum þær miklu samfélags-, vistkerfis- og tæknibreytingar sem á okkur herja. Netfang: kristinnjo@gmail.com

Katla Hólm Þórhildardóttir

Katla hefur víðtæka reynslu af störfum með og fyrir Pírata. Hún var forman stjórnar PíR 2014-2016, fulltrúi flokksins í nefndum borgarinnar, grasrótari í hjarta sínu, varaþingkona 2016-2021 og gegndi hlutverki verkefnastýru í nýliðnum alþingiskosningum. Katla situr nú á ný í stjórn PíR, henni finnst gott að vera komin heim og er full tilhlökkunar að takast á við komandi verkefni. Draumurinn er meirihluti í borginni næsta vor og að sjá Dóru Björt sem Borgarstýru Reykjavíkur!

Hafa má samband við Kötlu í sambandi við störf PíR á kthorhildardottir@gmail.com

Eyþór Máni

Eyþór er gamalkunnur meðlimur Pírata. Hann hefur sinnt stjórnarsetu fyrir Pírata á Suðurlandi auk þess að hafa verið í framboði til Alþingis fyrir kjördæmið. Eyþór er frumkvöðull mikill og er spenntur að nýta krafta sína fyrir PíR í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....