Ný stjórn Pírata á Vesturlandi

Aðalfundur Píratar á Vesturlandi var haldinn laugardaginn 21. maí á Grundarfirði. Mæting var góð og ný stjórn kosin ásamt nýjum formanni.

Fundurinn var haldinn á Grundarfirði, til heiðurs nýjasta aðildarfélagi flokksins, Pírötum í Grundarfjarðarbæ.

Mikil spenna ríkti við kjör á nýrri stjórn flokksins og formanni, enda ekki á hverjum degi sem félagsmenn kjósa sér nýja stjórn. Formaður var kjörinn í forgangskosningu en með þeirri aðferð er tryggt að sá sem nýtur mests stuðning meðal félagmanna vinnur oddvitasætið. Stjórn var einnig kosin með sama hætti, en án þess þó að ákveðin röð væri reiknuð.

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar, svokölluðum verkefnaskiptingarfundi, deildu stjórnarmenn með sér lögbundnum hlutverkum félagsins. Eftirfarandi er niðurstaða þess fundar:

Eiríkur Þór Theódórsson, kjörinn formaður

Hafsteinn Sverrisson, varaformaður

Hinrik Konráðsson, gjaldkeri

Ágúst Smári Beaumont, ritari

Gunnar Jökull Karlsson, samráðsfulltrúi

Píratar kalla formann sinn iðulega kaptein og er Eiríkur Þór Theódórsson kapteinn Pírata á Vesturlandi. Eiríkur gegnir nú starfi kapteins í annað skiptið í röð með yfirgnæfandi stuðningi félagsmanna.

Nýmæli í lögum félagsins heimila varastjórn Pírata á Vesturlandi, ásamt formönnum aðildarfélaga (sem í dag eru á Grundarfirði, Akranesi og Borgarbyggð) að kjósa um mál á stjórnarfundum félagsins, en vert er að nefna að allir fundir félagsins eru opnir almenningi, allt frá hefðbundnum félagsfundum til stjórnarfunda.

***************************

Píratar á Vesturlandi er pólitískt afl sem berst m.a. fyrir kerfisbreytingum, beinu lýðræði og nýrri stjórnarskrá. Samtökin eru aðilar að Pírötum á Íslandi sem eiga í dag 3 þingmenn og 1 borgarfulltrúa.
Nánari upplýsingar má nálgast hjá ritara flokksins, Ágústi S. Beaumont, gusti@piratar.is og í síma 774-4149.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....