Ný stjórn Pírata á Norðausturlandi

(frá vinstri) Hrafndís Bára Einarsdóttir, Einar Tryggvason, Hreiðar Eiríksson, Einar Árni Friðgeirsson og Einar Brynjólfsson

Ný stjórn Pírata á Norðausturlandi var kjörin á aðalfundi 9. September síðastliðinn.

Stöðu formanns gegnir Einar Árni Friðgeirsson, fertugur starfsmaður Akureyrarbæjar á umönnunarsviði.  Einar útskrifaðist árið 2010 frá félagsvísindadeild Háskólans Bifröst með BA gráðu í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) og hefur hann verið búsettur á Akureyri síðan.  Einar hefur tekið virkan þátt í starfi Pírata undanfarin ár og skipað sæti neðarlega á listum bæði í Alþingis- og sveitarstjórnarkosningum undanfarin ár.

Hreiðar Eiríksson er 55 ára gamall lögfræðingur og fyrrum rannsóknarlögreglumaður sem einnig hefur á ferilskrá sinni sem slíkur verkefni erlendis fyrir friðargæslu Sameinuðu Þjóðanna í  tengslum m.a við átak gegn mansali og kynslífsþrælkun í Bosníu og Hersegóvínu. Í dag starfar Hreiðar hjá Fiskistofu á Akureyri en hefur einnig unnið sem lögfræðingur hjá Útlendingastofnun og Seðlabanka Íslands.  Hreiðar er gjaldkeri Pírata á Norðausturlandi.

Einar Brynjólfsson er vel þekktur Pírötum á landsvísu enda var hann þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi 2016-17.  Einar útskrifaðist með M.A gráðu í sögu og þýskum/norrænum fræðum frá háskólunum í Trier og Göttingen 1997. Í dag er Einar sem stendur á fimmtugu, jöfnum höndum meistari og lærisveinn, þar sem hann kennir sögu við Menntaskólann á Akureyri en stundar einnig nám í lögfræði við Háskólann á Akureyri.  Einar er ritari félagsins.

Hrafndís Bára Einarsdóttir er 34 ára menntaður leikari og viðburðarstjóri sem sinnt hefur ýmsum verkefnum í lausamennsku undanfarin ár.  Hrafndís er búsett í Svalbarðsstrandarhreppi í nágrenni Akureyrar og hefur verið mjög virk í stafi Pírata, síðast sem kosningastjóri flokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum 2018.

Einar Tryggvason er 21 árs gamall starfsmaður Slippsins á Akureyri.  Hann kemur inn í stjórn með sitt helsta markmið að efla þáttöku yngri kynslóðanna í starfi Pírata á svæðinu.

Stjórnarliðar þakka félagsmönnum kærlega traustið sem þeim hefur verið sýnt og vonast til að geta eflt starfsemi flokksins á svæðinu til muna á næstu misserum.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....