Ný stjórn framkvæmdaráðs

Nýtt framkvæmdaráð kom saman á fyrsta formlega fundi sínum í kvöld og var kosið í embætti innan ráðsins.  Snæbjörn Brynjarsson var kjörinn formaður, Elsa Kristjánsdóttir gjaldkeri, Albert Svan Sigurðsson er nýr ritari og Rannveig Ernudóttir verður aðstoðarritari.  Alþjóðafulltrúi er Oktavía Hrund Jónsdóttir. Aðrir fulltrúar í ráðinu, sem kosið var á aðalfundi Pírata í ágúst, eru Ásmundur Alma Guðjónsson, Bergþór H. Þórðarson, Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, Sindri Viborg og Nói Kristinsson.

Á myndina vantar Snæbjörn.