Norðausturkjördæmi; Lokaniðurstaða vegna endurtalningar

 

Prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi lauk á hádegi þann 24. ágúst síðastliðinn eftir að kjördæmisráð fylgdi úrskurði Úrskurðarnefndar vegna máls 7/2016.

Eftir að endurtalning fór fram óskaði Kjördæmisráð í samráði við aðaildarfélög í Norðausturkjördæmi eftir að listinn færi í staðfestingakosningu meðal allra pírata inni á rafrænum kosningavef Pírata. Kosningin stóð frá kl 12 á hádegi þann 21.ágúst til kl 12 á hádegi þann 24.ágúst.

Kjördæmisráð hefur fengið staðfestingu frá öllum frambjóðendum. Þrír aðilar höfnuðu sæti á listanum og einn frambjóðand óskaði eftir að færa sig neðar á listann. Talning var endurtekin eftir þeirri röð sem frambjóðendur höfnuðu sæti.

Aðildarfélögin í Norðausturkjördæmi fólu tveim fulltrúum Kjördæmisráðs að raða í auð sæti eftir að prófkjöri lauk. Annar fulltrúi kom frá Pírötum á Austurlandi og hinn frá Pírötum á Norðausturlandi. Listinn var samþykktur í rafrænni kosningu meðal allra Pírata á landsvísu. Alls voru greidd 196 atkvæði,  157 já og 39 nei.

Listinn er því samþykktur og er endanlegur listi Pírata í Norðausturkjördæmi til komandi Alþingiskosninga 2016.

Listann skipa:

 1. Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, 47 ára, Framhaldsskólakennari, Akureyri
 2. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, 54 ára, Rekstrarfræðingur, Akureyri
 3. Gunnar Ómarsson, 46 ára, Rafvirki / starfsmaður á sambýli, Akureyri
 4. Hans Jónsson, 33 ára, Öryrki, Akureyri
 5. Sævar Þór Halldórsson, 30 ára, Landvörður, Djúpivogur
 6. Helgi Laxdal, 35 ára, Viðgerðamaður, Svalbarðsströnd
 7. Albert Gunnlaugsson, 60 ára, Framkvæmdastjóri, Siglufjörður
 8. Gunnar Rafn Jónsson, 67 ára, Læknir, Húsavík
 9. Íris Hrönn Garðarsdóttir, 19 ára, Starfsmaður hjá Becromal, Akureyri
 10. Jóhannes Guðni Halldórsson, 26 ára, Rafeindavirki og forritari, Svalbarðsströnd
 11. Stefán Valur Víðisson, 52 ára, Rafvélavirki, Egilsstaðir
 12. Martha Elena Laxdal, 42 ára, Þjóðfélagsfræðingur, Akureyri
 13. Garðar Valur Hallfreðsson, 39 ár, Tölvunarfræðingur, Fellabær
 14. Linda Björg Arnheiðardóttir, Öryrki og pistlahöfundur, Hörgársveit
 15. Þorsteinn Sigurlaugsson, 40 ára, Tölvunarfræðingur, Fellabær
 16. Sólveig Ósk Guðmundsdóttir, 26 ára, Aðstoðarframkvæmdastjóri, Húsavík
 17. Sigurður Páll Behrend, 39 ára, Tölvunarfræðingur, Egilsstaðir
 18. Hugrún Jónsdóttir, 38 ára, Öryrki, Akureyri
 19. Unnar Erlingsson, 44 ára, Grafískur hönnuður, Egilsstaðir
 20. Kristrún Ýr Einarsdóttir, 35 ára, Nemi og Athafnastjóri hjá Siðmennt, Húsavík