Home Fréttir Nöfn frambjóðenda til framkvæmdaráðs

Nöfn frambjóðenda til framkvæmdaráðs

0
Nöfn frambjóðenda til framkvæmdaráðs

Átján framboð bárust til setu í framkvæmdaráði Pírata.*

Fjórir verða kjörnir samkvæmt forgangskosningu í kosningakerfi Pírata – x.piratar.is – laugardaginn 29. september þegar aðalfundur félagsins stendur yfir.

Tveir fulltrúar til viðbótar verða slembivaldir í framkvæmdaráð á aðalfundinum og koma fundargestir þar til greina.

(Mynd frá aðalfundi Pírata 2017)

Samkvæmt lögum Pírata á fjarstaddur félagsmaður rétt á að vera í slembivali komi hann á framfæri „tilkynningu til framkvæmdaráðs eða aðalfundar skýrri og ótvíræðri yfirlýsingu um að vera í því og skal þá réttilega álitið að hann samþykki þær stöður sem hann hlýtur á grundvelli þess.“

Opnað verður fyrir kosningu kl 10.05 á laugardeginum, eftir að aðalfundur hefur verið settur. Kosningu lýkur klukkan 17.30.

Þeir sem bjóða sig fram, í slembivalinni röð:

Valgerður Árnadóttir

Huginn Þór Jóhannsson

Magnús Kr. Guðmundsson

Kristján Gísli Stefánsson

Árni Steingrímur Sigurðsson

Sigurður Á. Hreggviðsson

Tinna Helgadóttir

Pétur Óli Þorvaldsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson

Gígja Skúladóttir

Halldór Auðar Svansson

Eydís Arna Sigurbjörnsdóttir

Unnar Þór Sæmundsson

Freyja Vals Sesseljudóttir

Elín Ýr Arnar

Einar Hrafn Árnason

Lárus Vilhjálmsson

Kynning á frambjóðendum fer fram með eftirfarandi hætti.

A. Frambjóðendur skrifa kynningu og setja í prófílinn sinn í kosningakerfinu, x.piratar.is. Nýskráningar fara fram hér https://x.piratar.is/accounts/register/
Ágætt er að miða við hámark 300-500 orð í kynningu. Í kynningu getur til dæmis komið þar fram af hverju þú býður þig fram og hver er uppáhalds greinin þín í grunnstefnu Pírata og/eða Píratakóðanum.
Hagsmunaskráning fer einnig inn á prófílinn.
Sömuleiðis skal setja mynd af sér í prófílinn og þeir sem vilja geta sett inn kynningarmyndband.

B. Fimmtudagskvöldið 27. september kl 19.00-21.00 verður opið hús í Tortuga, Síðumúla 23 í Reykjavík, þar sem frambjóðendur geta kynnt sig með óformlegum hætti. Þeir frambjóðendur sem ekki komast á fundinn geta tekið þátt í fjarfundi. Útprent af skriflegum kynningum úr prófílum verða þar aðgengileg ásamt mynd af frambjóðendum.

C. Frambjóðendur eru hvattir til að nýta samfélagsmiðla til að kynna sig, til dæmis á Pírataspjallinu, Virkum Pírötum og Facebooksíðum aðildarfélaga. Við fögnum því að frambjóðendur kynni sig.

D Aðalfundurinn fer fram á Hótel Selfossi og þar munu útprent af skriflegu kynningunum úr prófílnum vera aðgengileg ásamt myndum af frambjóðendum. Annars mun ekki vera sérstök kynning á einstökum frambjóðendum á aðalfundinum utan þess að nöfn þeirra verða lesin upp.

Við hvetjum frambjóðendur til að taka virkan þátt sem sjálfboðaliðar á aðalfundi þar sem ýmis verkefni eru í boði.

Mánudaginn 24. september kl. 18.00-20.00 verður fundur með sjálfboðaliðum í Tortuga, Síðumúla 23 í Reykjavík. Þar munu sjálfboðaliðar sem ætla að vinna á aðalfundinum hittast, fara yfir stöðuna og undirbúa sig. Farið verður yfir verkefnin sem þarf að sinna og hlutverk hvers og eins. Fjarfundabúnaður verður í boði fyrir þá sem komast ekki, til dæmis vegna búsetu, en við hvetjum eindregið alla sem eiga heimangengt að mæta. Vinsamlegast látið vita fyrirfram ef þið viljið taka þátt í gegn um fjarfundarbúnað. Sjá nánar hér https://piratar.is/frettir/sjalfbodalidar-oskast-fyrir-adalfund/

Þeir sem þurfa aðstoð við skráningu inn á x.piratar.is eða við gerð kynningarefnis geta leitað til skrifstofu Pírata, framkvaemdastjori@piratar.iss. 7723440 (Erla Hlynsdóttir) eða s. 8689888 (Hans Benjamínsson).

* Nítján buðu sig upphaflega fram en í ljós kom að einn frambjóðenda hafði ekki verið skráður nógu lengi í Pírata til að vera gjaldgengur í framkvæmdaráð.

** 26. september dró Gunnar Ingiberg Guðmundsson framboð sitt til baka.