
Átján framboð bárust til setu í framkvæmdaráði Pírata.*
Fjórir verða kjörnir samkvæmt forgangskosningu í kosningakerfi Pírata – x.piratar.is – laugardaginn 29. september þegar aðalfundur félagsins stendur yfir.
Tveir fulltrúar til viðbótar verða slembivaldir í framkvæmdaráð á aðalfundinum og koma fundargestir þar til greina.
(Mynd frá aðalfundi Pírata 2017)
Samkvæmt lögum Pírata á fjarstaddur félagsmaður rétt á að vera í slembivali komi hann á framfæri „tilkynningu til framkvæmdaráðs eða aðalfundar skýrri og ótvíræðri yfirlýsingu um að vera í því og skal þá réttilega álitið að hann samþykki þær stöður sem hann hlýtur á grundvelli þess.“
Opnað verður fyrir kosningu kl 10.05 á laugardeginum, eftir að aðalfundur hefur verið settur. Kosningu lýkur klukkan 17.30.
Þeir sem bjóða sig fram, í slembivalinni röð:
Kynning á frambjóðendum fer fram með eftirfarandi hætti.
A. Frambjóðendur skrifa kynningu og setja í prófílinn sinn í kosningakerfinu, x.piratar.is. Nýskráningar fara fram hér https://x.piratar.is/accounts/register/
Ágætt er að miða við hámark 300-500 orð í kynningu. Í kynningu getur til dæmis komið þar fram af hverju þú býður þig fram og hver er uppáhalds greinin þín í grunnstefnu Pírata og/eða Píratakóðanum.
Hagsmunaskráning fer einnig inn á prófílinn.
Sömuleiðis skal setja mynd af sér í prófílinn og þeir sem vilja geta sett inn kynningarmyndband.
B. Fimmtudagskvöldið 27. september kl 19.00-21.00 verður opið hús í Tortuga, Síðumúla 23 í Reykjavík, þar sem frambjóðendur geta kynnt sig með óformlegum hætti. Þeir frambjóðendur sem ekki komast á fundinn geta tekið þátt í fjarfundi. Útprent af skriflegum kynningum úr prófílum verða þar aðgengileg ásamt mynd af frambjóðendum.
C. Frambjóðendur eru hvattir til að nýta samfélagsmiðla til að kynna sig, til dæmis á Pírataspjallinu, Virkum Pírötum og Facebooksíðum aðildarfélaga. Við fögnum því að frambjóðendur kynni sig.
D Aðalfundurinn fer fram á Hótel Selfossi og þar munu útprent af skriflegu kynningunum úr prófílnum vera aðgengileg ásamt myndum af frambjóðendum. Annars mun ekki vera sérstök kynning á einstökum frambjóðendum á aðalfundinum utan þess að nöfn þeirra verða lesin upp.
Við hvetjum frambjóðendur til að taka virkan þátt sem sjálfboðaliðar á aðalfundi þar sem ýmis verkefni eru í boði.
Mánudaginn 24. september kl. 18.00-20.00 verður fundur með sjálfboðaliðum í Tortuga, Síðumúla 23 í Reykjavík. Þar munu sjálfboðaliðar sem ætla að vinna á aðalfundinum hittast, fara yfir stöðuna og undirbúa sig. Farið verður yfir verkefnin sem þarf að sinna og hlutverk hvers og eins. Fjarfundabúnaður verður í boði fyrir þá sem komast ekki, til dæmis vegna búsetu, en við hvetjum eindregið alla sem eiga heimangengt að mæta. Vinsamlegast látið vita fyrirfram ef þið viljið taka þátt í gegn um fjarfundarbúnað. Sjá nánar hér https://piratar.is/frettir/sjalfbodalidar-oskast-fyrir-adalfund/
Þeir sem þurfa aðstoð við skráningu inn á x.piratar.is eða við gerð kynningarefnis geta leitað til skrifstofu Pírata, framkvaemdastjori@piratar.iss. 7723440 (Erla Hlynsdóttir) eða s. 8689888 (Hans Benjamínsson).
* Nítján buðu sig upphaflega fram en í ljós kom að einn frambjóðenda hafði ekki verið skráður nógu lengi í Pírata til að vera gjaldgengur í framkvæmdaráð.
** 26. september dró Gunnar Ingiberg Guðmundsson framboð sitt til baka.