Netsíur fyrir foreldra

Alger óþarfi er að vera með landlæga síu fyrir efni sem er talið óæskilegt fyrir börn. Lengi hafa foreldrar og skólar haft val um að nota ýmsar netsíur á netkerfi sín og eru nokkrar slíkar síur eru útlistaðar hér að neðan. Einnig er áhyggjusömum foreldrum og skólastarfsmönnum bent á að hafa samband við sinn þjónustuaðila og spyrja um þá möguleika sem viðkomandi þjónustuaðili býður upp á.

Píratar leggja áherslu á mikilvægi þess að internetið verði áfram opið og frjálst. Í því skyni vilja Píratar koma til móts við áhyggjur sumra foreldra og skólayfirvalda með því að benda á aðrar leiðir sem geta þjónað öllum hagsmunum án þess að beita gerræðislegum aðferðum á borð við landlæga ritskoðun.

Þó skal varað við því að engar síur eru til, hvort sem þær eru landlægar eða ekki, sem hindra algerlega aðgang að klámi eða öðru efni sem er vafasamt fyrir börn. Píratar ítreka mikilvægi þess að börn og unglingar fái viðunandi kynfræðslu og umræðu til að vega upp á móti hugsanlegum neikvæðum áhrifum óhóflegs klámáhorfs.

Netvarinn er tól fyrir viðskiptavini Símans:
http://www.siminn.is/einstaklingar/netid/netvari/

Netvörn er tól fyrir viðskiptavini Vodafone:
http://www.vodafone.is/internet/adsl/netvorn

OpenDNS er ókeypis tól sem hægt er að nota til að sía út klám og annað fullorðinsefni á heimaneti. Fyrir 19,95 Bandaríkjadali á ári má einnig fá áskrift hjá framleiðendum hugbúnaðarins til að setja upp, stilla og uppfæra hugbúnaðinn reglulega.
https://www.comparitech.com/parental-control/