Meirihlutasáttmáli í atkvæðagreiðslu

Píratar leiða skipulags- og loftslagsmálin

Nýr meirihluti Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík var kynntur á blaðamannafundi við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal kl 15 í dag. 

Samkvæmt sáttmálanum mun Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar gegna hlutverki borgarstjóra til ársloka 2023 þegar Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar tekur við af honum. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata mun fara yfir stækkuðu umhverfis- og skipulagsráði en Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar verður forseti borgarstjórnar.

Við Píratar erum mjög stolt og ánægð með nýjan og spennandi samstarfssáttmála til næstu fjögurra ára þar sem áherslur okkar endurseglast vel í mikilli áherslu á loftslagmálin sem er leiðarljós í gegnum þennan sáttmála, lýðæði gagnsæi og réttlátt og gott velferðarsamfélag fyrir öll og alla hópa.

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Í kjölfarið kynntu borgarfulltrúar Pírata sáttmálann fyrir grasrót á opnum stjórnarfundi Pírata í Reykjavík sem var haldinn í Tortuga í dag. Þar fóru Dóra Björt og Alexandra Briem yfir helstu liði sáttmálans en þær telja hann muni veita Pírötum aukna vigt i í baráttunni fyrir bættu loftslagi og skipulagi Reykjavíkurborgar ásamt því að tryggja áframhaldandi aðkomu Pírata að mannréttindamálum, lýðræðismálum og stafrænni uppbyggingu borgarinnar.

Alexandra Briem mun fara fyrir nýju stafrænu ráði en Kristinn Jón Ólafsson verður varaformaður og Magnús D. Norðdahl mun stýra mannréttindaráði.

Borgarstjórnarflokkur Pírata. F.v: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Kristinn Jón Ólafsson, Rannveig Ernudóttir, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Magnús D. Norðdahl, Alexandra Briem.

Kosið um meirihlutasáttmála

Stjórn Pírata í Reykjavík samþykkti í dag að setja meirihlutasáttmála Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í hraðkosningu í kosningakerfi flokksins. Umræður eru þegar hafnar á x.piratar.is en kosning hefst þann 7. júní kl 18:30 og stendur í sólarhring. Samtímis mun fara í gang hefðbundin kosning til staðfestingar í samræmi við lög Pírata í Reykjavík.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....