Mannréttindabrot gegn íslenskum þingmanni til umfjöllunar hjá IPU


Alþjóðaþingmannasambandið (IPU) kallar eftir alþjóðlegu átaki til að vernda grundvallarmannréttindi, sérstaklega tjáningarfrelsi, í ljósi hraðrar tækniþróunnar.

Hvatinn að þessu ákalli IPU er ályktun sambandsins um mannréttindabrot gegn íslenska þingmanninum Birgittu Jónsdóttur. Aðkoma hennar að undirbúningi að birtingu myndbands sem sýnir stríðsglæpi í Írak, og var birt á vefsíðu Wikileaks, leiddi til brots Bandaríkjastjórnar á friðhelgi einkalífs hennar með könnun á persónulegu efni og samskiptum hennar á Twitter.

Þar sem tjáningarfrelsið er grundvöllur starfs hvers þingmanns og grundvöllur lýðræðis almennt lýsti þingmannasambandið yfir djúpum áhyggjum af því að réttarvernd, bæði í landsrétti ríkja og í þjóðarétti, virðist ekki nægilega sterk til að tryggja vernd tjáningarfrelsis, upplýsingafrelsis og friðhelgi einkalífs í stafrænum samskiptum.

Í ályktun sambandsins er einnig lýst verulegum áhyggjum af því að þingmannafriðhelgi þingmannsins í íslenskum landsrétti hafi með engum hætti komið í veg fyrir að erlent ríki fengi aðgang að einkagögnum þingmannsins. Þetta sýni að verulega skorti á að ríki geti verndað þingmenn sína og friðhelgi þeirra gagnvart öðrum ríkjum, þegar umræddir miðlar eru notaðir til að miðla upplýsingum.

Þingmannasambandið hvatti að lokum til þess að mál Birgittu fengi aukna kynningu á alþjóðavettvangi  og að grípa þyrfti til aðgerða til að mæta þeim vanda sem vernd mannréttinda og lýðræðis stendur frammi fyrir á þessu sviði.

Fréttatilkynning Alþjóðaþingmannasambandsins er hér.

Birgitta tók til máls á blaðamannafundi IPU í morgun

Myndskeið með ræðu hennar má sjá hér

Þar lýsti hún því hvernig Twittermál hennar varðaði blaðamenn beint, og möguleika þeirra til að tryggja friðhelgi og nafnleysi heimildarmanna sinna. Hún lýsti því að þetta væri ekki hennar mál, heldur mál þeirra; blaðamannana. Hún lýsti málsatvikum Twittermálsins, allt frá því hún tók þátt í vinnunni við myndbandið um stríðsglæpi í Írak, fékk upplýsingar um að bandarísk stjórnvöld hefðu farið inn á og skoðað einkasamskipti hennar á Twitter, þar til hún tapaði dómsmáli fyrir bandarískum dómstólum. Svo hvatti hún Alþjóðaþingmannasambandið og blaðamenn til að berjast fyrir friðhelgi einkalífs á netinu. Hún nefndi afhjúpanir Snowdens sem sönnun fyrir því að friðhelgi einkalífs á alvarlega undir högg að sækja. Hún hvatti þingmenn um allan heim til að taka þátt í vinnunni við að tryggja mannréttindi bæði í raunheimum og netheimum, meðal annars með viðbótum á alþjóðlegum mannréttindasamningum.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....