Málþing um fiskeldi á Íslandi verður haldið í Norræna húsinu í dag

Píratar halda málþing um fiskeldi á Íslandi.

Þingið markar upphaf stefnumótunar Pírata í málaflokknum um fiskeldi.

Boðað er til almenns félagsfundar Pírata í Norræna húsinu, Sæmundargötu 11, 101 Reykjavík þann 15. október 2019 kl. 17.30.

Upphaf stefnumótunarferlis Pírata í málefnum fiskeldis

Tilefni fundarins er að marka upphaf stefnumótunarferlis Pírata í málefnum fiskeldis á Íslandi og verður skipulag því með nokkuð óvenjulegum hætti. Fundurinn hefst með vali á fundarstjóra og fundarritara auk samþykktar fundarskapa. Fundarstörf að formsatriðum loknum verða með þeim hætti að byrjað verður á framsögu þriggja frummælenda sem tala munu fyrir helstu viðhorfum í málaflokknum fiskeldi á Íslandi.

Frummælendur verða þessir:

Einar K. Guðfinsson – stjórnarformaður Landssambands Fiskeldisstöðva fyrir hönd fiskeldisiðnaðarins
Jón Þór Ólason – formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur fyrir hönd náttúruverndarsina,
Ragnar Jóhannsson – sviðsstjóri fiskeldis- og fiskiræktarsviðs Hafrannsóknarstofnunar fyrir hönd vísindasamfélagsins

Að loknum framsöguræðum verður pallborðsumræða þar sem frummælendur og allt að tveir aðrir þáttakendur ræða málefnið. Að síðustu verður opnað fyrir þáttöku allra fundarmanna til að spyrja pallborðið og ræða málin. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi í tvær klukkustundir og jafnvel lengur reynist áhugi meðal fundarmanna.

Fundinum verður streymt af Facebook síðu Pírata.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....