Málefnasamningur og meirihlutasamstarf í Reykjavík

Í framhaldi af árangri Pírata í Reykjavík í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, þar sem Halldór Auðar Svansson náði einn Pírata kjöri í sveitarstjórn í Rykjavík, var Pírötum boðið til meirihlutasamstarfs um stjórn borgarinnar ásamt Samfylkingu, Bjartri framtíð og Vinstrihreyfingunni Grænu framboði.

Málefnasamningur, byggður á grunngildum mannvirðingar, lýðræðis, gagnsæis og góðra starfshátta, var lagður fram og samþykktur af félagsmönnum PíR fyrr í mánuðinum, en þann 16. júní tóku nýr meirihluti og borgarstjórn formlega við á borgarstjórnarfundi.

Halldór Auðar Svansson er formaður nýs ráðs sem er tileinkað lýðræðis og stjórnsýsluumbótum, Þórgnýr Thoroddsen er formaður Íþrótta- og tómstundaráðs og fjölmargir Píratar sitja í ráðum, og nefndum borgarinnar og stjórnum fyrirtækja hennar vegna meirihlutasamstarfsins.

Málefnasamningur meirihlutasamstarfs

Í kjölfar kosninganna hefur Halldór sagt sig úr stjórn PíR og gegnir Þórlaug Ágústsdóttir starfi formanns fram að aðalfundi sem verður haldinn snemma í haust. Reglulegir kynningarfundir hafa verið haldnir með félagsmönnum PíR en undirbúningsvinna fyrir áframhaldandi málefnastarf og samvinnu um Píratamálefni meirihlutasamstarfsins er í fullum gangi, ásamt uppgjöri kosninga.