Málefnafundur og félagsfundur Pírata í Reykjavík

Málefnastarf er í fullum gangi hjá Pírötum í Reykjavík.

Ætlunin er að hafa sem flestar stefnuályktanir tilbúnar til samþykktar á félagsfundi sem haldinn verður mánudaginn 24. mars klukkan 20:00 í Múltíkúltí, Barónsstíg 3. [Facebook]

Málefnafundur verður haldinn á sama stað laugardaginn 22. mars klukkan 16:00. [Facebook]

Á málefnafundinum verður farið efnislega yfir stefnuályktanirnar, þannig að þeir sem vilja taka þátt í málefnastarfinu eru hvattir að mæta þangað. Takmarkað svigrúm er til umræðu um málefnin á félagsfundinum, sem er með formlegra sniði og fleira verður tekið fyrir þar en málefni.

Utan fundanna er fólki frjálst að leggja til athugsemdir og hugmyndir í málefnavinnuna. Endilega verið ófeimin við að hafa samband ef þið viljið vera með.

 

Umræðuhópur Pírata í Reykjavík á Facebook

Um framboð Pírata í Reykjavík 2014