Píratar XP

Mælt fyrir nýrri stjórnarskrá

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mælti í gær fyrir frumvarpi Pírata, Samfylkingar, Flokks fólksins og þingmannanna Andrésar Inga Jónssonar og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur um nýja stjórnarskrá.

Með frumvarpinu vilja flutningsmenn taka upp þráðinn þar sem frá var horfið árið 2013, „þegar nýju stjórnarskránni var stungið ofan í skúffu,“ eins og Þórhildur Sunna orðaði það í ræðu sinni í gær.

Frumvarpið er grundvallað á tillögum stjórnlagaráðs og því frumvarpi sem Alþingi hafði til meðferðar árin 2012–2013. Frumvarpið gefur Alþingi möguleikann á að halda strax áfram vinnu við gerð nýrrar stjórnarskrár og virða þannig vilja þjóðarinnar sem birtist í niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar fyrir tæpum átta árum, 20. október 2012.

Það er afstaða Pírata og annarra flutningsmanna að Alþingi beri að ljúka vinnu við lögfestingu nýju stjórnarskrárinnar í kjölfar þess ferlis sem hófst með þjóðfundinum 2010 og hefur verið lýst sem „víðfeðmasta og lýðræðislegasta ferli við stjórnarskrárritun í sögunni.“ Íslenska þjóðin er stjórnarskrárgjafinn og Alþingi beri að virða það.

Frumvarpið sjálft má nálgast með því að smella hér og ræðu Þórhildar Sunnu, sem hún flutti á Alþingi 21. október, má sjá með því að ýta á þennan hlekk. 

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X