Píratar XP

Lýðræðislegasta prófkjörsferli íslenskra stjórnmálaflokka

Dagskrá Pírata næstu vikurnar

Framundan eru viðburburðaríkir mánuðir hjá Pírötum. Fyrirhugaðar Alþingiskosningar í haust eru sannarlega að setja mark sitt á starfið í flokknum. Ný heimasíða Pírata var opnuð fyrir jól og viðburðadagatal síðunnar er uppfært daglega sem gefur Pírötum áreiðanlega yfirsýn yfir starfið framundan. Við mælum með því að Píratar hafi auga með dagatalinu næstu vikur og mánuði.

Prófkjörstíminn hafinn!

Kjörnir fulltrúar í innra starfi hafi verið að funda stíft og kosningastjórn er í undirbúningi. Aðildarfélögin eru á fullu í utanumhaldi prófkjara, félagsfólk og frambjóðendur hafa virkjað málefnastarf stórlega og starfsólk er að dúndra út kynningarefni. Allar upplýsingar um prófkjörin má finna á kosningasíðu Pírata og hvetjum við félagsmenn til að kynna sér reglurnar vel.

Framboðskynningar á Píratar.TV

Kynningarnar standa yfir dagana 1-5. mars næstkomandi og þar fá frambjóðendur tækifæri til þess að kynna sig og sínar áherslur fyrir öðru félagsfólki. Bein útsending verður frá öllum framboðskynningum í prófkjöri Pírata. Streymt verður á heimasíðu Pírata og í gegnum streymiskerfi flokksins Píratar.TV, einnig verður hægt að horfa á streymið á Facebook síðum kjördæmafélaganna. Kynningar hefjast klukkan 19.00 alla daga.

Landbúnaðarstefna í fæðingu

Hin langþráða landbúnaðarstefna Pírata virðist loks vera að líta dagsins ljós. Ótrúlegur áhugi er meðal flokksfólks um framtíð landbúnaðs og sést greinilega á þeim stóra hópi sem hefur boðað sig á félagsfund um landbúnaðarstefnu sunnudaginn, 31. janúar kl. 13:00. 

Pírataþing 13 – 14 febrúara 

Komið er að framlagi og innkomu grasrótar í undirbúningsvinnuna. Pírataþing mun leggja grunn að stefnumótun og áherslum fyrir komandi kosningabaráttu. Við óskum eftir metþátttöku grasrótar í þessari mikilvægu vinnu, svo tryggt sé að sjónarmiðum sem flestra séu gerð skil og liggi fyrir í mótun skilaboða flokksins. Takið því frá helgina 13-14 febrúar – fyrir Pírataþing.

Prófkjörskosningar 3 – 13 mars

Kosningar í prófkjörum hefjast í kosningakerfinu 3. mars og stendur yfir til 13. mars og verða úrslit kynnt þann sama dag. Við hvetjum Pírata að taka þátt í þessu lýðræðislegasta prófkjörsferli íslenskra stjórnmálaflokka.

[dpProEventCalendar id=“1″ type=“timeline“ include_all_events=“1″ limit=“10″]

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X