Tveir starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa á skrifstofu Pírata vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.
Katla Hólm Þórhildardóttir
Katla er flestum kunn en hún hefur starfað með Pírötum í mörg ár í ýmsum hlutverkum og var verkefnastjóri norðausturkjördæmis í síðustu alþingiskosningum. Katla er siðfræðingur að mennt með sérhæfingu í umhyggjulýðræði og hefur starfað við verkefnastjórnun síðustu ár. Katla mun sinna verkefnastýringu og aðstoð við framkvæmdastjóra fram að kosningum og hefur störf 20. mars nk.
Hjalti Björn Hrafnkelsson
Hjalti hefur einnig verið með Pírötum í nokkur ár bæði sem sjálfboðaliði og stjórnarmaður Ungra Pírata. Hann starfaði sem aðstoðarmaður upplýsingastjóra í síðustu alþingiskosningum. Hjalti er að ljúka námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað sem frístundaleiðbeinandi samhliða námi. Hjalti mun sinna samskiptamálum og aðstoð við upplýsingastjóra í kosningabaráttunni og hefur störf 15. mars nk.
Við bjóðum þau velkomin til starfa.