Liðsauki í kosningabaráttu

Katla Hólm Þórhildardóttir og Hjalti Björn Hrafnkelsson starfa aftur með Pírötum í kosningabaráttu.

Tveir starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa á skrifstofu Pírata vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.

Katla Hólm Þórhildardóttir

Katla er flestum kunn en hún hefur starfað með Pírötum í mörg ár í ýmsum hlutverkum og var verkefnastjóri norðausturkjördæmis í síðustu alþingiskosningum. Katla er siðfræðingur að mennt með sérhæfingu í umhyggjulýðræði og hefur starfað við verkefnastjórnun síðustu ár. Katla mun sinna verkefnastýringu og aðstoð við framkvæmdastjóra fram að kosningum og hefur störf 20. mars nk.

Hjalti Björn Hrafnkelsson

Hjalti hefur einnig verið með Pírötum í nokkur ár bæði sem sjálfboðaliði og stjórnarmaður Ungra Pírata. Hann starfaði sem aðstoðarmaður upplýsingastjóra í síðustu alþingiskosningum. Hjalti er að ljúka námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað sem frístundaleiðbeinandi samhliða námi. Hjalti mun sinna samskiptamálum og aðstoð við upplýsingastjóra í kosningabaráttunni og hefur störf 15. mars nk.

Við bjóðum þau velkomin til starfa.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....