
Upptökur frá kynningarkvöldum frambjóðenda í prófkjörum Pírata til sveitarstjórnarkosninganna. Hvert myndband er kaflaskipt og geta áhorfendur smellt á tímalínu myndbandsins (þriggja línu táknið í snjallsíma) til þess að fara beint í eftirfarandi kafla:
- Kynningar hvers frambjóðanda – raðað eftir nöfnum frambjóðenda.
- Spurt og svarað (Q&A) en þar svara allir frambjóðendur sömu spurningunum – raðað eftir spurningum
- Lokaorð hvers frambjóðanda – raðað eftir nöfnum frambjóðenda
Kosningar hófust laugardaginn 19. febrúar og lýkur kl:15.00 laugardaginn 26. febrúar. Nýtið ykkur rafræna kosningakerfi Pírata og kjósið ykkar fulltrúa í borginni.
Reykjavík kvöld #1
Frambjóðendur sem kynntu sig voru:
Magnús Norðdahl | Alexandra Briem | Kjartan Jónsson | Rannveig Ernudóttir | Kristinn Jón Ólafsson | Vignir Árnason | Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir | Eyþór Árni Möller Árnason | Fjarverandi var Oktavía Hrund Jónsdóttir (bréf lesið af fundarstjóra).
Reykjavík kvöld #2
Frambjóðendur sem kynntu sig voru:
Dóra Björt | Alexandra Ford | Tinna Helgadóttir | Huginn Þór | Jón Arnar | Unnar Þór | Atli Stefán | Sævar Ólafsson | Haraldur Tristan | Kristján Thors | Fjarverandi var Olga Cilia (bréf lesið af fundarstjóra).
Kópavogur
Frambjóðendur sem kynntu sig voru:
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir | Árni Pétur Árnason | Eva Sjöfn Helgadóttir | Margrét Ásta Arnardóttir | Indriði Ingi Stefánsson | Kjartan Sveinn Guðmundsson | Matthías Hjartarson