Föstudaginn 4. febrúar verða Píratar með opið hús í Ketilhúsinu á Akureyri.
Halldóra Mogensen og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmenn Pírata ásamt Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur bæjarfulltrúa Pírata í Kópavogi og Einari Brynjólfssyni oddvita Pírata á Akureyri munu taka á móti áhugasömum og kynna starf Pírata.
Viðburðurinn er óformlegur hittingur opinn öllum bæjarbúum og hefst kl.19 og stendur frameftir kvöldi. Veitingar eru í boði Pírata.