Kynningarfundur Pírata í Hveragerði

Sunnudaginn 3. mars verður kynningarfundur á stjórnmálaflokknum Píratar kl. 16:00. Það verður stutt kynning og svo opið spjall.

Fundurinn veður haldinn í Landbúnaðarháskólanum á Reykjum.
Björn Þór munu kynna starfsemi Pírata sem er nýtt afl í íslenskum stjórnmálum. Piratar er alþjóðleg hreyfing sem er starfrækt í 63 löndum og hafa 250 kjörna fulltrúa víða um Evrópu, þar með talið á Evrópuþinginu.

Áherslur Pírata eru gagnsæi, friðhelgi einkalífsins, frelsi einstaklingsins, upplýsinga- og tjáningarfrelsi, beint lýðræði og að berjast gegn einokunarrétti. Þessir fáu þættir hafa víðtæk áhrif í samfélaginu.

Skráið ykkur endilega á viðburðinn hér á Facebook.