Kynning á stefnumálum Pírata í Reykjavík

Píratar í Reykjavík kynntu helstu stefnumál framboðsins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á blaðamannafundi sem haldinn var á Petersen svítunni klukkan 16.30. Efstu fjórir frambjóðendur héldu þar stutta tölu þar sem þau fóru yfir sínar áherslur.

Helstu stefnumál framboðsins:

  1. Píratar ætla að vera málsvarar ungs fólks og auka áhrif og lífsgæði ungs fólks. Við viljum gera Reykjavík að borg þar sem ungt fólk vill festa rætur.
  2. Píratar vilja tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegu verði. Við ætlum að leita verður allra mögulegra leiða til að taka á bráðavandanum á byggingamarkaði.
  3. Með vinnu sinni í borginni ætla Píratar að auka traust á stjórnmálum, lýðræði og stofnunum samfélagsins. Píratar eru aðhaldsafl gegn spillingu.
  4. Við leggjum höfuðáherslu á Borgarlínu og viljum styðja við hana mun betur en gert er í núverandi skipulagsáætlunum. Við viljum að íbúar í öllum hverfum borgarinnar hafi raunhæft val um vistvæna samgöngumáta
  5. Umhverfisvæn borg. Við viljum fjölga grænum svæðum, leggja áherslu á fjölbreytt lífríki i höfuðborginni og snjallar lausnir í umgengni og þrifum
  6. Aðgengi fyrir alla.  Afnema þarf skerðingu fjárhagsstuðnings vegna tekna maka og vinna markvisst að því að útrýma fátæktargildrum í kerfinu. Það þarf að standa vörð um borgaraleg réttindi og mannréttindi jaðarhópa og leyfa öllum að hafa aðkomu að ákvarðanatöku sem þau varðar.
  7. Aldursvænt samfélag. Reykjavík fyrir alla – óháð aldri. Helstu áskoranir Reykavíkurborgar í málefnum eldri borgara snúast um aðgengismál að þjónustu sem stendur þeim til boða. Stórt mál á sveitarstjórnarstigi er að sporna gegn einangrun eldri borgara.
  8. Fjölskylduvænt samfélag. Píratar leggja ríka áherslu á styttingu vinnuvikunnar en markmiðið er að sá bolti leiði af sér minni þörf fyrir langa dvöld barna hjá dagforeldrum, leikskólanum eða í frístund.

Nánar um þessi átta stefnumál:

  1. Píratar ætla að vera málsvarar ungs fólks og auka áhrif og lífsgæði ungs fólks. Ungu fólki hefur vantað öfluganalgjörlega vantað hérna málsvara og sumir flokkar hafa beinlínis verið í stríði gegn ungu fólki. Borgin okkar þarf að vera samkeppnishæf við stórborgir nágrannalandanna svo ungt fólk yfirgefi ekki landið til frambúðar. Leggja þarf grunn að nútímalegu og spennandi borgarsamfélagi með þéttingu byggðar og Borgarlínu. Notkun vistvænni ferðamáta verður að vera raunverulegur valkostur. Fjölga þarf stúdentaíbúðum. Ungt fólk tekur sjaldnar bílpróf en áður og vill geta tekið strætó og notið nærþjónustu í hverfunum. Það er dýrt að reka bíl og skipulag borgarinnar á forsendum einkabílsins er á forsendum eldri kynslóða. Við viljum lækka kosningaaldur á sveitarstjórnarstigi niður í 16 ár og munum í samstarfi við þingflokkinn halda áfram að berjast fyrir því, gera sálfræðiþjónustu aðgengilegri í skólunum og menntakerfið einstaklingsmiðað.   2. Húsnæði á viðráðanlegu verði. Við ætlum að leita verður allra mögulegra leiða til að taka á bráðavandanum á byggingamarkaði. Við leggjum áherslu á stöðugleika á byggingarmarkaði, auka framleiðni og styðja við iðnnám. Píratar hafa lagt hornsteina í stjórnsýslu Reykjavíkur á líðandi kjörtímabili sem styttir boðleiðir, rafvæðir ferla og skilar okkur skilvirkari stjórnsýslu fyrir alla borgarbúa, líka uppbyggingaraðila. Við ætlum að skipuleggja húsnæði fyrir alla aldurs-, og félagshópa innan áhrifasvæðis Borgarlínu því þannig sköpum við nútímalega og spennandi menningarborg. Við ætlum að skipuleggja húsnæði fyrir stúdenta, ungt fólk, eldri borgara, félagslegar íbúðir og leiguíbúðir allt í tengslum við Borgarlína og öfluga nærþjónustu.

    3. Við Píratar ætlum að auka traust á stjórnmálum, lýðræðinu og stofnunum samfélagsins. Með því að vera aðhaldsafl gegn spillingu, valdefla almenning og auka gagnsæi. Píratar eru aðhaldsafl gegn spillingu. Það höfum við sýnt á Alþingi og í borginni. Heiðarleiki er Píratamál. Píratar fara fram á að kláruð verði greining á misferlisáhættu innan borgarkerfisins og hún notuð sem grunnur að aðgerðum og vörnum gegn misferli og spillingu. Þessa vinna er meðal þess sem Halldór, fulltrúi í borgarstjórn, barðist fyrir og við ætlum að klára þetta verk. Píratar Við ætlum að valdefla almenning og auka samráð við borgarbúa og hleypa fólki að ákvörðunum. Með því að styrkja lýðræðistól á við Betri Reykjavík og Hverfið mitt. Efla hverfisráðin, íbúasamtök og umboðsmann borgarbúa. Með því að bæta samráð við hagsmunasamtök og einstaklinga við stefnumótun og framfylgd stefna. Þessu hefur sérstaklega verið ábótavant í málefnum jaðarsettra hópa eins og fatlaðs fólks og fólks í fátækt. Samráð skal eiga sér stað á öllum stigum vinnunnar. Það bætir ákvarðanir. Þannig nýtum við peningana betur og það sem mestu skiptir aukum ánægju íbúanna. Gagnsæi í stjórnsýslunni er ábótavant. Við viljum rafvæða stjórnsýsluna til að auka aðgengi að upplýsingum, einfalda ferla og þjónusta borgarbúa betur. Við viljum að gögn og upplýsingar verði aðgengilegar á rafrænu formi og við viljum opna bókhaldið enn frekar, niður í einstaka færslur. Traust er áunnið en ekki krafist. Þetta vita Píratar.4. Við leggjum höfuðáherslu á Borgarlínu og viljum styðja við hana mun betur en gert er í núverandi skipulagsáætlunum. Borgarlína gengur út á þéttingu byggðar meðfram legu hennar og það mun mynda skemmtilega borgarkjarna víðsvegar um borgina með nærþjónustu fyrir hverfin. Við viljum að íbúar í öllum hverfum borgarinnar hafi raunhæft val um vistvæna samgöngumáta og ætlum að auka hlutdeild fyrir hjólandi vegfarendur í fjárfestingum verulega. Góð hverfi þar sem fólk getur leikið, starfað og lifað er markmið Pírata. Það eykur lífsgæði og gerir borgina betri fyrir alla. 5. Umhverfismál.  Okkar áhersla er á samfélag sem er gott að búa í, fyrir alla. Það þarf að auðvelda borgarbúum og stofnunum að taka umhverfisvænar ákvarðanir til að draga úr mengun og sóun. Við leggjum áherslu á að taka ákvarðanir í samræmi við bestu upplýsingar og samráð við íbúa og sérfræðinga. Við viljum að farið verði í rannsókn á orsökum svifryksmengunar til að hægt sé að ráðast að rótum vandans og ætlum að láta semja viðbragðsáætlun sem grípa megi til þegar svifryk mælist yfir hættumörkum. Við viljum styðja við sjálfbæran ferðamáta svo sem rafbíla með því að greiða fyrir hleðslustöðvum, bæta hjólastíga og bæta skipulag til að auðveldara sé að ferðast fótgangandi. Við viljum fjölga grænum svæðum, leggja áherslu á fjölbreytt lífríki i höfuðborginni og snjallar lausnir í umgengni og þrifum 6. Aðgengis og Velferðarmál.  Það er algjört höfuðatriði að borgin sé fyrir alla íbúa hennar. Nauðsynlegt er að tryggja aðgengi allra að samfélaginu. Að þeim upplýsingum og aðstoð sem eru nauðsynleg til fullrar þátttöku. Krafan um að allir geti lifað góðu lífi er ekki ósanngjörn og við þurfum að snúa af þeirri braut að litið sé á fullan aðgang sem forréttindi. Það verður að breyta því viðhorfi að stuðningur að fullum aðgangi að samfélaginu og aðstoð við að öðlast sjálfstætt líf sé einhvers konar ölmusa eða til að skammast sín fyrir. Það er ekki frekja heldur eðlileg krafa að geta tekið þátt, að njóta lífsins og njóta virðingar. Kerfi borgarinnar þurfa að vera skýr og forvirk. Þau þurfa að hafa nægjanlegan sveigjanleika til að engin okkar falli milli stafs og bryggju. Notast þarf við nútímatækni við úrvinnslu umsókna þar sem staða mála er skýr og gegnsæ. Afnema þarf skerðingu fjárhagsstuðnings vegna tekna maka og vinna markvisst að því að útrýma fátæktargildrum í kerfinu. Það þarf að standa vörð um borgaraleg réttindi og mannréttindi jaðarhópa og leyfa öllum að hafa aðkomu að ákvarðanatöku sem þau varðar. 8. Aldursvænt samfélag. Reykjavík fyrir alla, óháð aldriReykjavíkurborg er þátttakandi í þeirri framtíðarsýn að vera aldursvæn sem og heilsueflandi borg, sem sinnir þjónustuþörfum allra íbúa sinna. Helstu áskoranir Reykavíkurborgar í málefnum eldri borgara snúast um aðgengismál að þjónustu sem stendur þeim til boða. Stórt mál á sveitarstjórnarstigi er að sporna gegn einangrun eldri borgara. Píratar  vilja útrýma einmannaleika eldri borgara og það sjáum við gerast ef við: 1) Leggjum niður sjálfbært félgasstarf, sem er bara niðurskurður undir merkjum fagrar hugmyndafræði. Félagsstarf eldri borgar má ekki vera byggt á tilviljunarkenndum orkusprautum.
    2) Bætum og eflum heimaþjónustu, útfrá þörfum einstaklingsins en ekki hlutlægu mati heimaþjónustunnar.
    3) Rýmkum fyrir því hverjir geta sótt um að komast í þjónustuíbúðir borgarinnar og endurskoðum þörfina fyrir  dagvistunarúrræðum líkt og Þorrasel og Vitatorg.
    4) Aðgengismál. Hvernig er hægt að tryggja aðgengi í hálku og vondu veðri? Hér þarf að fara í átak og tryggja að eldri borgarar komist leiða sinna. 8. Fjölskylduvænt samfélagHvernig sköpum við fjölskylduvænt samfélag? Jú við setjum áherslu á að tryggja fjölskyldunni svigrúm til að vera saman, svo þau geti endurnært sig og eflt sín eigin tengsl. En einnig þarf að tryggja það að þjónusta fyrir fjölskylduna sé í lagi og aðgengileg, t.a.m. þarf að vera nægjanlegt framboð af dagvistunarúrræðum. Píratar leggja ríka áherslu á styttingu vinnuvikunnar en markmiðið er að sá bolti leiði af sér minni þörf fyrir langa dvöld barna hjá dagforeldrum, leikskólanum eða í frístund. Áherslan á þá að vera sú að leik- og grunnskólarnir sinni sínu hlutverki sem menntastofnir, sérsniðnar að börnum, en frítími barna sé einmitt, frítími þeirra. Leggja á meiri metnað í  frístundastarf á vegum borgarinnar og verður það að vera skipulagt af fagfólki. Píratar vilja að barni sem ekki hefur verið úthlutað leikskólaplássi fái greiðslur heim sem samsvari niðurgreiðslu borgarinnar, sem eru um 140 þús kr. á mánuði, þar til borgin hefur útvegað pláss. Við þurfum að vinna að langtímamarkmiðum í bland við plástrapólitík, því við verðum að vera heiðarleg, það mun taka tíma að leysa úr dagvistunarvandanum. Launamál starfsfólks skólanna, bæði leik- og grunnskólanna er stórt mál, en rekstur skólanna er dýr og honum er haldið niðri með lágum launum. Láglaunastefna er vandi umönnunarstétta og nú þarf að höggva á þann hnút sem hefur verið á milli ríkis og sveitarfélaga í þeim málum.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....