Kosningu lokið í prófkjöri Pírata í Reykjavíkurkjördæmum, Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi

Kosningu í prófkjörum Pírata lauk klukkan 15:00 í dag í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi.

Klukkan 16:00 verður haldinn kynningarfundur í Hörpu í salnum Björtuloft á efstu hæð.

Þar verður kosningabaráttan sett í gang og efstu sætin kynnt á sama tíma og þau verða aðgengileg á kosningakerfinu x.piratar.is

Kosningu í Norðausturkjördæmi lýkur klukkan 19 og vonast er til að efstu sæti verði kynnt fljótlega eftir það.