Home Fréttir Kosningastjórar óskast

Kosningastjórar óskast

0

Framkvæmdaráð hefur ákveðið að ráða í tímabundnar stöður verktaka sem ráðið verður í sem fyrst og mun ráðning standa yfir framyfir sveitastjórnakosningar. Um afar spennandi tækifæri er að ræða innan vaxandi stjórnmálahreyfingar.

Þau sem verða ráðin verða hluti af svokölluðu kosningasamráði Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018.  Þær stöður sem um ræðir eru:

Aðstoðarmaður framkvæmdastjóra: 70% starf

Kosningastjórar fyrir aðildarfélög:

Akureyri: 50% starf
Suðurnes: 50% starf
Höfuðborgarsvæðið: 100% starf

Í lögum Pírata segir: „Framkvæmdaráði heimilt að ráða til sín starfsfólk í tengslum við kosningabaráttu eða önnur tímabundin verkefni án auglýsingar. Þó skal leitast eftir því að auglýsa þau störf og verkefni eftir fremsta megni.”

Umsóknarfrestur er til 1. mars. Við áttum okkur á að þetta er skammur fyrirvari þannig að við hvetjum ykkur eindregið til að hnippa í fólk sem þið teljið geta sinnt þessum hlutverkum með sóma. Tekið skal fram að aðildarfélögin hafa síðasta orðið þegar kemur að ráðningu kosningastjóra á þeirra svæði og ráðningarferli kosningastjóra verður í fullu samráð við aðildarfélögin. Umsóknir og tilnefningar skal senda á: framkvaemdastjori@piratar.is

Hæfniskröfur fyrir starf aðstoðarmanns framkvæmdastjóra:

Þekking á innra starfi Pírata og lögum, ferlum og menningu. Frábærir samskiptahæfileikar, miklir skipulagshæfileikar, sveigjanleiki og frumkvæði. Haldgóð reynsla af bókhaldi og þekking á WordPress skilyrði.

Hæfniskröfur fyrir kosningastjóra:

Þekking á starfssvæði aðildarfélaga sem bjóða fram, þekking á innra starfi Pírata, þekking á sveitarstjórnarmálum síns sveitarfélags/sinna sveitarfélaga. Búsett/ur á starfssvæðinu. Frábærir samskiptahæfileikar, miklir skipulagshæfileikar, sveigjanleiki og frumkvæði.