Kosningastefna Pírata er tilbúin!

Kosningastefna í 24 köflum hefur litið dagsins ljós!

Eftir margra mánaða vinnu grasrótar og frambjóðenda er stóra stundin runnin upp. Kosningastefna Pírata fyrir alþingiskosningarnar er tilbúin! Að baki liggur gríðarleg vinna, á annað hundrað fundir og samráð sem spannar óteljandi klukkustundir og náið samstarf tuga Pírata um allt land.

Kosningastefnan telur heila 24 kafla, allt frá byggðamálum til spillingarvarna, og er kosningastefnan þó ekki tæmandi. Píratar eru með enn fleiri stefnur sem þeir munu hafa til hliðsjónar í kosningabaráttunni framundan, en þær stefnur má nálgast á kosningavef flokksins rétt eins og sjálfa grunstefnuna sem er hornsteinninn að þessu öllu. Píratar munu síðan á aðalfundi flokksins um miðjan ágúst greiða atkvæði um hvaða stefnumál skulu sett á oddinn í komandi kosningum.

Í ljósi þess gagnsæis sem Píratar lifa eftir má nálgast kosningastefnuna með því að smella hér. Á næstu vikum og mánuðum verður hún sett fram á aðgengilegri máta, þannig að fólk geti auðveldlega flett upp hvað grasrót og frambjóðendum Pírata finnst að þurfi að gera í hinum ýmsu málaflokkum.

Píratar vilja nýta tækifærið og þakka öllum þeim ótal Pírötum sem komu að gerð stefnunnar, í sjálfboðavinnu og með það eitt að leiðarljósi að búa til skýra, Píratalega stefnu með hag alls almennings að markmiði. Án ykkar hefði þetta aldrei verið hægt.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....