Kosningaréttur í prófkjörum Pírata í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi

Kosning á framboðslista Pírata í Reykjavík og Pírata í Suðvesturkjördæmi fer fram 2. til 12. ágúst.

Ákveðið hefur verið að kosningarétt hafi þeir einstaklingar sem hafa verið skráðir í Pírata í 30 daga eða lengur og hafa kosningarétt til Alþingiskosninga í kjördæmunum þremur.

Einstaklingur er með kosningarétt til Alþingiskosninga í kjördæmi eigi hann lögheimili í kjördæminu eða hafi hann átt þar lögheimili síðast, ef hann er fluttur úr landi.

Hafi fólk áhuga á að kjósa á lista í þessum kjördæmum þá er allra síðasti séns til að skrá sig í Pírata 11. júlí næstkomandi.
Eru allir sem aðhyllast og styðja Pírata hvattir til að skrá sig. Því fleiri píratar sem taka þátt í að velja fólk á lista því betra umboð hefur okkar fólk.

Byrjað verður að taka við framboðum 4. júlí. Fyrirkomulag þess verður auglýst nánar síðar.

Stjórnir Pírata í Reykjavík og Pírata í Suðvesturkjördæmi