Tvenns konar stjórnmál

Björn Leví Gunnarsson skrifar um hvernig stjórnmál ættu að vera

Pólitík snýst um að velja lausnir við vandamálum. Vandinn er að við vitum ekki fyrirfram hvaða lausnir eru bestar. Það er því verkefni stjórnmálanna, stjórnsýslu og pólitíkusa saman, að reyna að komast að því. Hvernig það er gert má gróflega skipta í tvenns konar stjórnmál hér á Íslandi.

Annars vegar eru stjórnmál þar sem allir valmöguleikar eru skoðaðir, það er gerður faglegur samanburður og helstu álitamál vegin og metin. Kostnaður og ábati hvers valmöguleika er metinn og að lokum tekur pólitíkin við og velur bestu lausnina. Hér þarf alltaf að hafa í huga að það er ekkert sjálfsagt við að safna saman hugmyndum að lausnum, gera á þeim faglega greiningu eða velja svo úr bestu valmöguleikunum. Það er alltaf ákveðin ónákvæmni og óvissa ásamt því að í pólitíkinni eru mismunandi þættir mismikilvægir. Sumir leggja kannski meiri áherslu á lausnir sem koma til móts við fátækt á meðan aðrir velja lausnir sem koma til móts við byggðarsjónarmið.

Hins vegar eru það stjórnmál sem eru byggð á geðþóttaákvörðunum. Slík stjórnmál spara tíma í valkostagreiningar því þær skipta ekki máli vegna þess að sama hvað faglegt árangursmat segir þá trompa pólitískar skoðanir allt.

Það ætti að vera öllum augljóst hvers konar stjórnmál búa til betri lausnir fyrir alla en vandinn er að það er ekki endilega auðvelt að greina þarna á milli. Geðþóttastjórnmálin eru mjög góð í því að þykjast vera fagleg. Það gera þau til dæmis með því að gera yfirborðskenndar greiningar með fyrirfram gefinni niðurstöðu. Það eru pöntuð lögfræðiálit sem útiloka betri lausnir, gert lítið úr öðrum hugmyndum eða einfaldlega fullyrt að geðþóttalausnin sér best og eftiráskýringar búnar til eftir þörfum.

Nýlegt dæmi um geðþóttastjórnmál er til dæmis Landsréttarmálið, þar sem það er vel skjalfest að geðþótti dómsmálaráðherra réð niðurstöðunni þrátt fyrir ráðleggingar um annað. Annað dæmi eru niðurlagning Nýsköpunarmiðstöðvar. Sú ákvörðun var tekin áður en búið var að ákveða hvað eða hvort eitthvað annað þyrfti að koma í staðinn. Það eru fjölmörg önnur dæmi um geðþóttastjórnmál á undanförnum árum, eins og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er til dæmis skýr vitnisburður um – þar eru engar kostnaðar- og ábatagreiningar eins og kom skýrt í ljós í síðustu viku þegar forstjóri Sjúkratrygginga Íslands sagði það hreint út að þau hefðu ekki hugmynd um hvort 700 þúsund krónur á dag fyrir stofulækni væri réttur kostnaður eða ekki.

Við eigum að krefjast þess að stjórnmálin geri betur. Að þau séu innihaldsrík og fagleg en ekki yfirborðskennd og ráðist af hugmyndafræðilegum geðþótta. Í dag ræður hins vegar geðþóttinn og því vilja Píratar breyta af því að við eigum öll skilið að stjórnvöld geri sitt besta

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...