Píratar í Reykjavík kynntu í dag glæsilegan framboðslista sinn til borgarstjórnarkosninganna sem fram fara laugardaginn 14.maí 2022.
Í prófkjöri röðuðust 20 manns á listann en yfir 100 manns voru tilnefnd til að taka sæti 21-46 og úr stórum hópi hæfra einstaklinga var að velja. Á listanum er að finna fjölbreytta flóru öflugra einstaklinga úr mismunandi hverfum borgarinnar.
Oddviti listans er Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata.
Uppgjörsskýrsla Pírata í Reykjavík fyrir kjörtímabilið birt og kynnt
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti listans, og Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, kynntu á sama fundi uppgjörsskýrslu Pírata í borgarstjórn fyrir kjörtímabilið sem er að líða og ræddu mikilvægi Pírata í Reykjavík. Skil á skýrslu fyrir kjörtímabilið með stöðu mála meirihlutasáttmála er hluti af stefnu Pírata um gagnsæi og ábyrgð en farið var yfir mikilvægi þess að hafa Pírata við völd og hverju hefur verið áorkað á kjörtímabilinu.
Píratar hafa á kjörtímabilinu farið fyrir mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði og lengst af skipulags- og samgönguráði á kjörtímabilinu og stuðlað að róttækum breytingum meðal annars í þágu lýðræðis, gagnsæis, skaðaminnkunar, nútímavæðingu þjónustu, loftslagsmála og auknu valfrelsi um ferðamáta.
Hafa Píratar einnig brugðist við af festu þegar erfið mál koma upp frekar en að sópa þeim undir teppið með umbyltingu stjórnkerfisins í kjölfar Braggamálsins, nýjum ráðningarreglum fyrir æðstu stjórnerndur í kjölfar umdeildrar ráðningar við upphaf kjörtímabils og umfangsmiklum verkferli til að bregðast við myglu- og rakamálum sem og tímamótaátaki í viðhaldi skólahúsnæðis með 25-30 milljörðum á næstu árum.
„Það skiptir máli að hafa Pírata við völd vegna þess að við látum verkin tala, stöndum við stóru orðin og erum trú okkar kjósendum og almannahag,“ segir Dóra Björt, oddviti Pírata í Reykjavík. „Reykvíkingar geta treyst á Pírata því við nýtum völdin til góðs til að skapa fjölbreytta, græna og lifandi borg réttlætis og metnaðar þar sem við gefum engan afslátt þegar kemur að loftslagsmálum, faglegum vinnubrögðum og aðhaldi gegn spillingu. Við erum ekki meðvirk með kerfinu og ef við sjáum þar göt stoppum við í þau.“
Hér má lesa skýrsluna í heild sinni
Frægur aktivisti fyrir tjáningafrelsi skipar heiðurssæti á lista Pírata
Heiðurssæti listans skipar palestínsk-íslenski rithöfundurinn, þýðandinn, blaðamaðurinn og ljóðskáldið Mazen Maarouf. Hann kom til Íslands árið 2011 í boði Reykjavíkurborgar sem hluta af verkefni ICORN, samtaka sem veita rithöfundum og listafólki skjól frá ofsóknum og berjast fyrir tjáningarfrelsi og að verja lýðræðisleg gildi.
Mazen hefur þýtt verk yfir 35 íslenskra ljóðskálda á arabísku, auk bóka eftir Sjón, Andra Snæ, Aðalstein Ásberg og Ingibjörgu Sigurðardóttur.
Hann hefur hlotið verðlaun fyrir ljóð sín og smásögur, hann hlaut hin virtu Literature Lana verðlaun á Ítalíu og Al-Multaqa verðlaunin fyrir smásagnasafnið „Brandarar handa byssumönnum“. Einnig hefur Mazen verið tilnefndur til hinna virtu Booker bókmenntaverðlauna.
Mazen fæddist árið 1978 í Beirut en fjölskylda hans er frá Palestínu. Hann útskrifaðist úr háskólanum í Líbanon með meistaragráðu í efnafræði og starfaði við kennslu þangað til hann breytti um stefnu og sneri sér að skrifum og blaðamennsku árið 2001. Mazen starfar í háskóla Íslands þar sem hann kennir arabísku, sögu miðausturlanda og miðausturlenskar bókmenntir.
Hitt heiðurssæti listans, 45. sæti, skipar Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, sem á sínum tíma barðist hart fyrir því að Mazen fengi ríkisborgararétt.

Listinn í heild sinni:
1 Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarfulltrúi
2 Alexandra Briem Borgarfulltrúi
3 Magnús Davíð Norðdahl Sjálfstætt starfandi lögmaður
4 Kristinn Jón Ólafsson Nýsköpunarsérfræðingur
5 Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Tölvunarfræðingur
6 Rannveig Ernudóttir 1. varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík
7 Oktavía Hrund Jónsdóttir Ráðgjafi heildræns net- og upplýsingaöryggis
8 Olga Margrét Kristínardóttir Cilia Lögman
9 Tinna Helgadóttir Nemi í endurskoðun
10 Kjartan Jónsson Kennari, þýðandi og framkvæmdastjóri
11 Atli Stefán Yngvason Ráðsali
12 Vignir Árnason Bókavörður og rithöfundur
13 Huginn Þór Jóhannsson Fyrirlesari
14 Sævar Ólafsson Íþróttafræðingur og nemi
16 Alexandra Ýrr Ford Öryrki/Listakona
17 Unnar Þór Sæmundsson Námsmaður / í eigin rekstri
18 Kristján Richard Thors Frumkvöðull
19 Haraldur Tristan Gunnarsson AV Developer
20 Stefán Örvar Sigmundsson Svæðisstjóri Suðurlands hjá Hreint ehf.
21 Kamilla Einarsdóttir Rithöfundur og bókavörður
22 Kristín Vala Ragnarsdóttir Prófessor
23 Edda Björk Bogadóttir Eldri borgari
24 Hrefna Árnadóttir Nemi og forseti ungra Pírata
25 Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir Starfsmaður þingflokks Pírata
26 Tómas Oddur Eiríksson Jóga- og danskennari
27 Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Sérfræðingur í öldrunarhjúkrun
28 Tinna Haraldsdóttir Feministi
29 Leifur Aðalgeir Benediktsson Sölufulltrúi og skiltakall
30 Francisca Verónica Apablaza Soto Kennari
31 Guðjón Sigurbjartsson Viðskiptafræðingur
32 Helga Þórey Önnudóttir Jónsdóttir Doktorsnemi í menningarfræði og markaðsstjóri Veganbúðarinnar
33 Björn Kristján Bragason Heilbrigðisfulltrúi
34 Rakel Glytta Brandt Keramíker og MS í umhverfis-félagssálfræði
35 Ingimar Þór Friðriksson Tölvunarfræðingur
36 Aníta Ósk Arnardóttir Stuðningsfulltrúi í skammtímavistun
37 Snorri Sturluson Leikstjóri
38 Elsa Kristín Sigurðardóttir Sérfræðingur í velferðarþjónustu
39 Hörður Brynjar Halldórsson Háskólanemi og starfsmaður í félagsmiðstöð
40 Valgerður Árnadóttir Formaður samtaka grænkera
41 Þórir Karl Bragason Celin Grafískur hönnuður
42 Halldór Auðar Svansson Tölvunarfræðingur
43 Helga Waage Tækniþróunarstjóri
44 Íris Úlfrún Tónlistarkona, göldrótt
45 Helgi Hrafn Gunnarsson Tölvulúði
46 Mazen Maarouf Rithöfundur og háskólakennari