Píratar XP

Grasrót stillir strengi fyrir kosningar

Grasrót Pírata hefur nú formlega sett sig í stellingar fyrir komandi kosningar, en helgina 13. – 14. febrúar var haldið vel heppnað tveggja daga Pírataþing, sem markar upphafið að kosningabaráttunni fyrir Alþingiskosningar 2021.

Þingið var mjög vel sótt en um 80 einstaklingar tóku þátt, jafnt kjörnir fulltrúar og frambjóðendur sem starfsfólk og aðrir einstaklingar úr grasrót. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá svo marga nýliða, en nokkur voru að taka þátt í sínum fyrsta viðburði á vegum Pírata. Samstarfsgleði og jákvæð orka settu mikinn svip á þingið.

Þátttakendur sjálfir mótuðu dagskrá þingsins samkvæmt Open Space aðferðinni, og komu fram yfir 100 uppástungur sem síðan var fækkað í 36 málefni sem rædd voru í hópavinnu. Við lok þingsins forgangsröðuðu þátttakendur málefnum með dot-voting aðferðinni og gefur sú forgangsröðun leiðbeinandi fyrirmæli um hverjar áherslur Pírata skuli verða í kosningabaráttunni. Stefnu- og málefnanefnd vinnur nú úr skilaboðum Pírataþingsins ásamt öðrum aðilum.

Þinginu stýrði Eva Pandora Baldursdóttir, formaður stefnu- og málefnanefndar. Nefndin mun svo skila samantek á skilaboðum þingsins til kosningastjórnar sem mun í framhaldinu móta kosningastefnuskrá. Stefnuskráin verður svo rædd á öðru Pírataþingi í apríl og formlega samþykkt í kjölfarið.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X