Píratar XP

Fréttir af prófkjörum Pírata

Nú er skráningu í prófkjör Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningar á Akureyri, Seltjarnarnesi og Reykjanesbæ lokið.

Í framboði í Prófkjöri Pírata á Akureyri eru Karl Halldór Vinther, Hrafndís Bára Einarsdóttir og Ólafur Búi Ólafsson. Á Seltjarnarnesi eru í framboði Guðbjörn Logi Björnsson, Björn Gunnlaugsson og Grímur Friðgeirsson. Frambjóðendur verða kynntir á samfélagsmiðlum Pírata á næstu dögum, fylgist vel með.

Hrafnkell Brimar Hallmundsson sem hafði tilkynnt um framboð sitt í prófkjöri Pírata í Reykjanesbæ hefur dregið það til baka og því fellur kosning niður.

Í tilkynningu á facebook síðu sinni segir Hrafnkell:

“Ég hafði aldrei ætlað mér oddvitasætið og við höfum undanfarið verið í viðræðum við aðila um sameiginlegt framboð, en vegna okkar reglna var mikilvægt að gefa öllum félögum kost á að taka þátt í prófkjöri. Þar sem ásókn var dræm dreg ég mig út til að hafa ekki lagatæknilegan forgang umfram aðra frambjóðendur þegar kemur að sameiginlegum lista.”

Margrét Sigrún Þórólfsdóttir ábyrgðaraðili prófkjörs auglýsir eftir frambjóðendum sem hafa áhuga á að taka sæti á lista Pírata og óháðra í Reykjanesbæ. Áhugasamir hafi samband við Margréti; margthor@piratar.is eða í síma: 776-0086.

Framboðsfrestur í prófkjöri Pírata á Ísafirði hefur verið framlengdur til 19. mars kl. 15:00 og munu frambjóðendur á Ísafirði verða kynntir á samfélagsmiðlum þegar frestur rennur út.

Kosningar hefjast í öllum prófkjörum laugardaginn 19. mars kl 15:00 og lýkur laugardaginn 26. mars kl. 15:00 Kosningarétt í prófkjörunum hafa allir skráðir Píratar.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X