Píratar XP

Boðað til Pírataþings

Laugardaginn 10. apríl kl. 12 – 18 er öllum Pírötum boðið á seinna Pírataþing ársins þar sem áframhaldandi vinna við mótun kosningastefnuskrár fer fram.

Stefnu- og málefnanefnd er nú að safna saman þeirri málefnavinnu sem málefnahóparnir hafa unnið statt og stöðugt að frá seinasta Pírataþingið. Þessi málefni verða rædd á seinna Pírataþinginu þann 10. apríl n.k.

DAGSKRÁ
12:00 Kynning á fyrirkomulagi þingsins
12:30 Efnahagsmál
13:00 Loftslagsmál og umhverfismál
13:30 Geðheilbrigðismál
14:00 Heilbrigðismál
14:30 Byggðastefna og sveitarfélög

15:00 Hlé

15:30 Útlendingamál
16:00 Sjávarútvegsmál, fiskeldi og orkumál
16:30 Ungt fólk og framtíðin
17:00 Málefni aldraðra og lífeyrissjóðir
17:30 Nýja Stjórnarskráin
18:00 Þingi slitið

Í framhaldi af þessari vinnu munu efstu fimm frambjóðendur á listum Pírata um allt land hittast í netheimum sunnudaginn 11. apríl og ræða kosningaáherslur og framsetningu þeirra.

Við hvetjum ykkur öll til að mæta á Pírataþingið 10. apríl og taka þátt í að móta framtíðina!

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X