Af hverju sækja þau ekki bara um dvalarleyfi?

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, frambjóðandi Pírata í Reykjavík norður, skrifar:

Í umræðum um komu hælisleitenda og flóttafólks hingað til lands er þessari spurningu oft fleygt fram. Hvers vegna kemur fólk hingað til lands og sækir um stöðu flóttamanns? Hvers vegna sækir það ekki bara um dvalarleyfi? 

Svarið við þessari spurningu kemur fólki oftast á óvart, en það er svohljóðandi: Það er einmitt það sem þau eru að gera. Staðreyndin er sú að „alþjóðleg vernd“, eða „staða flóttamanns“, er í grunninn ekkert annað en dvalarleyfi. 

Hverjir þurfa dvalarleyfi? 

Fólk frá löndum utan EES þarf sérstakt leyfi til þess að dvelja á landinu: svokallað dvalarleyfi. Ríkisborgarar annarra EES ríkja þurfa ekkert slíkt leyfi. Þeim er heimilt að koma hingað til lands, starfa hér og dvelja eins lengi og þeim sýnist, með mjög fáum takmörkunum. 

Hvers konar dvalarleyfi? 

Til eru nokkrar tegundir dvalarleyfa, en flest þeirra eru ekki aðgengileg fólki í þeirri stöðu sem flóttafólk jafnan er. Dvalarleyfi á grundvelli atvinnu þarf að sækja um og fá samþykkt áður en komið er til landsins, og það er einungis veitt vegna tiltekins starfs sem viðkomandi hefur þegar verið ráðinn í. Sé um almennt starf að ræða, sem krefst ekki háskólamenntunar eða annarrar mikillar sérhæfingar, er ekki heimilt að ráða viðkomandi nema sannað sé að enginn EES-borgari hafi fundist til þess að gegna því. Það gefur því auga leið að flóttamaður sem flýr heimaland sitt í skyndi hefur ekki raunhæfa möguleika á því að fá slíkt leyfi. Önnur dvalarleyfi eru veitt til dæmis á grundvelli náms eða hjúskapar, og svo eru til sértæk dvalarleyfi fyrir íþrótta- og afreksfólk. Í íslenskum lögum er ekkert til sem heitir almennt dvalarleyfi. Fólk frá ríkjum utan EES hefur enga almenna heimild til þess að koma til landsins, finna sér vinnu og fá að vera. Slíkt dvalarleyfi er ekki til. 

Hvað er þá til ráða? 

Þegar fólk sækir um alþjóðlega vernd er það að sækja um að fá að vera á landinu og byggja sér upp líf, og ekkert annað. Líkt og mörgum öðrum dvalarleyfum (þó ekki öllum) fylgir dvalarleyfi flóttamanns atvinnuleyfi, auk þess sem fólk fær aðgang að heilbrigðistryggingakerfinu, líkt og á við um flest önnur dvalarleyfi. Ýmiss annar stuðningur og þjónusta eru metin í hverju tilviki fyrir sig, eftir einstaklingsbundnum þörfum viðkomandi, líkt og gildir um alla íbúa landsins.

Hvaða vernd er þá verið að tala um? 

Þegar útlendingi er veitt alþjóðleg vernd fær viðkomandi útgefið dvalarleyfi til fjögurra ára, ásamt atvinnuleyfi. Leyfinu fylgir engin frekari „vernd“ önnur en gegn því að verða sendur aftur til heimaríkis síns, þar sem viðkomandi er talinn hafa sýnt fram á að henni eða honum sé ekki vært. Að fjórum árum liðnum getur einstaklingur sótt um ótímabundið dvalarleyfi eða svokallað búsetuleyfi, að nokkuð ströngum skilyrðum uppfylltum. Að fimm árum liðnum geta þau síðan sótt um ríkisborgararétt. Útlendingi sem synjað er um alþjóðlega vernd er í undantekningartilfellum veitt svokallað dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Slíkt dvalarleyfi gildir í einungis eitt ár í senn og því fylgir ekki atvinnuleyfi. 

Umsókn um vernd er umsókn um dvalarleyfi 

Titilspurningunni er því auðsvarað, en svarið kemur mörgum á óvart: Umsókn um stöðu flóttamanns er ekkert annað en umsókn um dvalarleyfi. 

Upprunaleg birtingDV

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...