Kosningar 2021 | Prófkjör


Á næsta ári (25. september 2021) fara fram kosningar til Alþingis. Undirbúningur er þegar hafin og eru kjördæmaráð í óða önn að ganga endanlega frá prófkjörsreglum.

Hvenær fara prófkjörin fram?
Opnað verður fyrir framboð í prófkjörum Pírata þann 9. janúar 2021. Hægt verður að skrá sig í prófkjörið til 3. mars 2021, en þann dag hefst sjálf kosningin á x.piratar.is. Prófkjörum lýkur 13. mars* og þá kemur í ljós hver verða í framboði fyrir Pírata í kosningum til Alþingis 2021.

Að bjóða sig fram?
Allir meðlimir Pírata sem hafa kosningarétt í næstu alþingiskosningum geta boðið sig fram í prófkjörum Pírata, hvar sem er á landinu.

Að greiða atkvæði í prófkjörunum?
Skráðir meðlimir Pírata öðlast atkvæðisrétt í prófkjöri 30 dögum eftir skráningu. Alla jafna skal viðkomandi einnig vera skráður í aðildarfélag í viðkomandi kjördæmi. Þess ber að geta að sameiginlegt prófkjör verður í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður. Frekari reglur um kosningarétt verða birtar í prófkjörreglum á næstu dögum.

Hvar get ég nálgast prófkjörsreglur kjördæma?
Um leið og reglur um prófkjör í hverju kjördæmi hafa endanlega verið samþykktar verða þær birtar hér á síðunni.

*Í prófkjörsreglum Norðvesturkjördæmis eru ákvæði um staðfestingarkosningu. Ef til hennar kæmi liggja úrslit fyrir þann 20. mars 2021.

Allar upplýsingar má finna á prófkjörssvæði Pírata

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....