Á næsta ári (25. september 2021) fara fram kosningar til Alþingis. Undirbúningur er þegar hafin og eru kjördæmaráð í óða önn að ganga endanlega frá prófkjörsreglum.
Hvenær fara prófkjörin fram?
Opnað verður fyrir framboð í prófkjörum Pírata þann 9. janúar 2021. Hægt verður að skrá sig í prófkjörið til 3. mars 2021, en þann dag hefst sjálf kosningin á x.piratar.is. Prófkjörum lýkur 13. mars* og þá kemur í ljós hver verða í framboði fyrir Pírata í kosningum til Alþingis 2021.
Að bjóða sig fram?
Allir meðlimir Pírata sem hafa kosningarétt í næstu alþingiskosningum geta boðið sig fram í prófkjörum Pírata, hvar sem er á landinu.
Að greiða atkvæði í prófkjörunum?
Skráðir meðlimir Pírata öðlast atkvæðisrétt í prófkjöri 30 dögum eftir skráningu. Alla jafna skal viðkomandi einnig vera skráður í aðildarfélag í viðkomandi kjördæmi. Þess ber að geta að sameiginlegt prófkjör verður í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður. Frekari reglur um kosningarétt verða birtar í prófkjörreglum á næstu dögum.
Hvar get ég nálgast prófkjörsreglur kjördæma?
Um leið og reglur um prófkjör í hverju kjördæmi hafa endanlega verið samþykktar verða þær birtar hér á síðunni.
*Í prófkjörsreglum Norðvesturkjördæmis eru ákvæði um staðfestingarkosningu. Ef til hennar kæmi liggja úrslit fyrir þann 20. mars 2021.
Allar upplýsingar má finna á prófkjörssvæði Pírata