Píratar XP

Kosningar 2021 | Prófkjör


Á næsta ári (25. september 2021) fara fram kosningar til Alþingis. Undirbúningur er þegar hafin og eru kjördæmaráð í óða önn að ganga endanlega frá prófkjörsreglum.

Hvenær fara prófkjörin fram?
Opnað verður fyrir framboð í prófkjörum Pírata þann 9. janúar 2021. Hægt verður að skrá sig í prófkjörið til 3. mars 2021, en þann dag hefst sjálf kosningin á x.piratar.is. Prófkjörum lýkur 13. mars* og þá kemur í ljós hver verða í framboði fyrir Pírata í kosningum til Alþingis 2021.

Að bjóða sig fram?
Allir meðlimir Pírata sem hafa kosningarétt í næstu alþingiskosningum geta boðið sig fram í prófkjörum Pírata, hvar sem er á landinu.

Að greiða atkvæði í prófkjörunum?
Skráðir meðlimir Pírata öðlast atkvæðisrétt í prófkjöri 30 dögum eftir skráningu. Alla jafna skal viðkomandi einnig vera skráður í aðildarfélag í viðkomandi kjördæmi. Þess ber að geta að sameiginlegt prófkjör verður í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður. Frekari reglur um kosningarétt verða birtar í prófkjörreglum á næstu dögum.

Hvar get ég nálgast prófkjörsreglur kjördæma?
Um leið og reglur um prófkjör í hverju kjördæmi hafa endanlega verið samþykktar verða þær birtar hér á síðunni.

*Í prófkjörsreglum Norðvesturkjördæmis eru ákvæði um staðfestingarkosningu. Ef til hennar kæmi liggja úrslit fyrir þann 20. mars 2021.

Allar upplýsingar má finna á prófkjörssvæði Pírata

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X