Kosningar 22: Umhverfis, loftslags og dýrastefna

Pallborðsumræður og stefnumótunarvinna fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022

Stefnumótun vegna umhverfis-, loftslags- og dýrastefnu fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí á þessu ári.

Fundurinn verður tvískiptur, frá kl. 20-21 er opinn viðburður með sérfræðingum í pallborði sem þekkja vel til þessara málaflokka og eftir hlé verður yfirferð yfir stöðuna í núverandi stefnum.

Í pallborði verða:

Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs

Guðfinna Kristinsdóttir, dýraverndunarsinni 

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar

Fundarstjóri verður Hrafndís Bára

Taktu þátt með því að mæta á fundi!

Hægt er að að skrá sig á tengiliðalista fyrir málaflokka og fá sendar upplýsingar og áminningar um stefnumótunarfundarhöld þeim tengdum.

Við viljum hvetja sem flest til að taka þátt í þessari vinnu. Fínn undirbúningur er að fara yfir samþykktar stefnur frá því fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018. En þær má finna hér:

Umhverfisstefna

Dýravelferð

Dýraþjónusta Reykjavíkur

Hafir þú spurningar eða athugasemdir geturðu haft samband við Pétur Óla, formann stefnu- og málefnanefndar Pírata, í síma 788 5874 eða með því að senda töluvpóst á stefnunefnd@piratar.is

Nýjustu myndböndin