Kosningar 22: Nýsköpun og stafræn umbreyting

Nýsköpun og stafræn umbreyting!

Stefnumótunarvinna Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022 hélt áfram í kvöld. Bein útsending var á piratar.tv um málefni nýsköpunar, gagnsæis og stafrænnar umbreytingar. Við fengum til okkar sérfræðingana Óla Geir og Eddu Konráðsdóttur og tóku þau þátt í „Spurt og Svarað“ á piratar.tv

Edda Konráðsdóttir

Edda Konráðsdóttir hefur starfað innan íslenska nýsköpunarsamfélagsins síðan 2015 í hinum ýmsu verkefnum. Hún starfar í dag hjá Foobar, family office fjárfestingasjóði Davíðs Helgasonar með fókus á loftslagsmál og er einnig meðstofnandi og COO hjá Iceland Innovation Week (Nýsköpunarvikunni). Hún rekur einnig sitt eigið ráðgjafafyrirtæki með áherslu á viðskiptaþróun fyrir frumkvöðla og listamenn ásamt því að hafa kennt nýsköpunarnám við Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík í hjáverkum síðustu ár.  Hún starfaði í 5 ár hjá Icelandic Startups, vann þar náið með frumkvöðlum, fjárfestum, hinu opinbera og stýrði m.a. tæknihraðlinum Startup Reykjavík og Gullegginu. Þar að auki hefur hún stýrt mörgum alþjóðlegum nýsköpunarverkefnum á borð við Norræn hakkaþon, tæknihraðal í San Francisco og sendiferðir Norrænna sprotafyrirtækja á helstu tækniráðstefnur heims.Menntuð með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Óli Páll Geirsson

Óli Páll er doktor í tölfræði og leiðir gagnavísindateymi Lucinity sem VP of Data Science. Teymið hefur það hlutverk að þróa gervigreindarlíkön og aðferðir sem auðvelda fjármálafyrirtækjum til að taka gagnadrifnar og áhrifaríkar ákvarðanir í baráttunni gegn peningaþvætti. Óli Páll starfaði áður sem gagnastjóri Reykjavíkurborgar á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Þar byggði hann upp og leiddi skrifstofu gagnaþjónustu en hún styður við gagnadrifna ákvörðunartöku innan borgarinnar og skapar virði úr gögnum hennar. Hann sat einnig í framkvæmdastjórn sviðsins og í aðgerðastjórn stafrænna umbreytinga hjá borginni. Þar áður var Óli Páll sérfræðingur í gagnavísindum hjá Landsbankanum. Hann er með doktorsgráðu í tölfræði frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í stærðfræði frá sama skóla. Samhliða störfum sínum starfar Óli Páll sem aðjúnkt í tölfræði við Háskóla Íslands.

Nýjustu myndböndin