Kosningakerfið og rafræn skilríki

Kosningakerfi Pírata byrjar að nota auðkenni með rafrænum skilríkjum/íslykli

Kosningar í prófkjörum Pírata eru hafnar. Starfsfólk Pírata hefur útbúið ítarlegar leiðbeiningar til þess að hjálpa fólki að kjósa, þær má finna hér: piratar.is/kosningakerfi.

Í vikunni fóru fram kynningar á frambjóðendum í Norðaustur, Norðvestur, Suðvestur og Suðurkjördæmi. Prófkjörskynningarnar voru í beinni útsendingu á piratar.tv streymiskerfi Pírata, en þar gafst áhorfendum tækifæri að varpa fram spurningum og kynnast frambjóðendum nánar. Fundarstjórar voru þau Olga Margrét Cilia og Herbert Snorrasson.

Hægt er að horfa á kynningarfundi allra kjördæmanna í heild sinni hér: piratar.is/xp/kosningar

Næstkomandi mánudag og þriðjudag munu Reykjavíkur kjördæmin vera í beinni útsendingu á piratar.tv, útsending byrjar klukkan 19:00 bæði kvöldin.

Hér má sjá skemmtilegt brot úr kynningarfundi Norðvesturkjördæmis:

Brot úr kynningarfundi Norðvesturkjördæmis þar sem frambjóðendur svöruðu spurningunni “Hver er þín helsta fyrirmynd?”

Prófkjörsfundirnir í heild sinni

Nýjustu fréttir

Mest lesið

X
X