Kosningakerfi Pírata opnað

Opnað hefur verið fyrir rafræna skráningu í flokkinn! Rafræn skráning meðlima gefur aðgang að kosningakerfi um málefni og stefnur Pírata.
Slóðin til að auðkenna sig og skrá sig í flokkinn er https://www.island.is/audkenning?id=piratar.is
Athugið að þeir sem þegar hafa fengið aðgang að kosningakerfinu þurfa ekki að skrá sig aftur. Hins vegar þurfa þeir sem hafa skráð sig skriflega í flokkinn en ekki fengið aðgang að kosningarkerfi að skrá sig með rafrænni skráningu. Við skráningu fá þeir úthlutuðum aðgangi að kosningakerfinu.
Ákveðið hefur verið að framlengja þau málefni sem þegar voru komin inn á kosningarkerfið þar sem ekki allir voru komnir með aðgang.
Kosningakerfið er aðgengilegt á https://x.piratar.is
Til að skráningin sé óvéfengjanleg notumst við við veflykil Ríkisskattstjóra eða rafræn skilríki, þannig að núna er gott að nýta tækifærið og rifja veflykilinn upp. Fyrir þá sem eru ekki með veflykil hjá RSK eða hafa gleymt honum bendum við á upplýsingasíðu á island.is þar sem frekari hjálp er veitt um þau mál.