Píratar XP

Kosningakerfi Pírata opnað

Opnað hefur verið fyrir rafræna skráningu í flokkinn! Rafræn skráning meðlima gefur aðgang að kosningakerfi um málefni og stefnur Pírata.Slóðin til að auðkenna sig og skrá sig í flokkinn er https://www.island.is/audkenning?id=piratar.is

Athugið að þeir sem þegar hafa fengið aðgang að kosningakerfinu þurfa ekki að skrá sig aftur. Hins vegar þurfa þeir sem hafa skráð sig skriflega í flokkinn en ekki fengið aðgang að kosningarkerfi að skrá sig með rafrænni skráningu. Við skráningu fá þeir úthlutuðum aðgangi að kosningakerfinu.

Ákveðið hefur verið að framlengja þau málefni sem þegar voru komin inn á kosningarkerfið þar sem ekki allir voru komnir með aðgang.Kosningakerfið er aðgengilegt á https://x.piratar.is

Til að skráningin sé óvéfengjanleg notumst við við veflykil Ríkisskattstjóra eða rafræn skilríki, þannig að núna er gott að nýta tækifærið og rifja veflykilinn upp. Fyrir þá sem eru ekki með veflykil hjá RSK eða hafa gleymt honum bendum við á upplýsingasíðu á island.is þar sem frekari hjálp er veitt um þau mál.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X