Gleðilegt sumar!
Sumardagurinn fyrsti er góður dagur til að njóta með fólkinu sínu í borginni okkar.Sumardagurinn fyrsti er einnig tilvalinn til að kynna sér stefnumál Pírata í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, en Píratar vilja gera borgina okkar enn betri!
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti listans, mun kynna stefnumál Pírata í Reykjavík og þar með hleypa kosningabaráttunni úr vör. Að kynningu lokinni bjóðum við ykkur að þiggja léttar veitingar í fljótandi og föstu formi og spjalla við frambjóðendur okkar. Viðburðurinn hefst kl 15:00 og fer fram í fundarsalnum á Kjarvalsstöðum. Við bjóðum öll velkomin og hlökkum til að sjá ykkur í sumarskapi
Nýtt kosningavefsvæði fyrir Reykjavík!
Píratar í Reykjavík opna sérstakt kosningavefsvæði á heimasvæði Pírata í dag og þar má finna kynningar á frambjóðendum ásamt helstu upplýsingum um stefnumál Pírata í komandi borgarstjórnarkosningum. piratar.is/reykjavik