Kosning hafin í prófkjörum Pírata

Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin. Píratar eru eini flokkurinn gerir félögum sínum kleift að hafa áhrif á framboðslista með þátttöku í prófkjöri í ár. Við erum framsækin lýðræðishreyfing og félagsmenn okkar fá alltaf að ákveða hverjir standa í stafninum.

 

Framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hefst kosning strax, utan Norðausturkjördæmis þar sem kosning hefst klukkan 19. Prófkjörið stendur í viku og lýkur því laugardaginn 30. september.

 

Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Reykjavíkurkjördæmin verða með sameiginlegt framboð. Í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi verður opið prófkjör þar sem allir skráðir Píratar á landsvísu geta kosið.

Í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi verður lokað prófkjör þar sem aðeins þeir skráðu Píratar sem hafa atkvæðisrétt í hvoru kjördæmi fyrir sig hafa atkvæðisrétt.

Hér eru upplýsingar um alla frambjóðendur

 

Leiðbeiningar

Suðurkjördæmi:
Suðvesturkjördæmi
 
Reykjavík Norður og Suður:
Norðvesturkjördæmi:
Norðausturkjördæmi: