Kosið um kosningastefnuskrá fyrir Alþingiskosningar

Grasrótin kýs í rafrænu kosningakerfi Pírata

Kynning stendur nú yfir á kosningastefnuskránni, og hana má nálgast hér: x.piratar.is

Á morgun hefst staðfestingarkosning um kosningastefnuskrá Pírata. Að baki stefnuskránni liggur mikil og rík stefnumótunarvinna af hálfu grasrótar og frambjóðenda. Undirbúningur kosningastefnuskrár hófst á Pírataþingi flokksins þann 13. – 14. febrúar síðastliðinn, þar sem ræddar voru áherslur Pírata í komandi kosningum. Í kjölfar Pírataþingsins störfuðu málefnahópar sem unnu áfram að stefnumótun í hinum ýmsu málaflokkum. Eftir að prófkjörum lauk tóku frambjóðendur Pírata, í samráði við stefnu- og málefnanefnd flokksins, að móta þá kosningastefnuskrá sem nú hefur verið lögð fram. Tillaga um að setja kosningastefnuskrána í staðfestingarkosningu í rafrænu kosningakerfi Pírata var samþykkt einróma á sameiginlegum fundi stefnu- og málefnanefndar og frambjóðenda í gær, þann 23. júlí 2021, til samþykktar og staðfestingar grasrótar.

Kosningin hefst á morgun, þann 25. júlí, kl: 17.00 og mun standa yfir í sjö daga, eða til kl: 17.00 þann 1. ágúst næstkomandi.

Í grein 7.2.4 í lögum Pírata segir að í aðdraganda alþingiskosninga skuli stefnu- og málefnanefnd útbúa kosningastefnuskrá sem byggi á samþykktri stefnu flokksins að höfðu samráði við frambjóðendur. Þetta ákvæði hefur haft að leiðarljósi í allri vinnu við gerð kosningastefnuskrárinnar og er þannig sérstaklega tilgreint í hverjum kafla stefnuskrárinnar á hvaða fyrirliggjandi almennu stefnu eða stefnum sá kafli byggi.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....